Andvari - 01.07.1962, Síða 54
164
MATTHÍAS JÓNASSON
ANDVAR1
uppeldislega séð mjög íátældegt samfé-
lagsform og veldur ekki uppeldishlutverki
sínu.
Þessar staðreyndir sýna ótvírætt, að
innri gerð heimilisins er gerbreytt og að-
staða þess í samfélaginu miklu veikari en
áður. Okkur ber að skoða þessa breyt-
ingu af raunsæi, án þess að áfellast einn
né neinn. Þróuninni verður ekki snúið
aftur. í henni orka saman margvísleg öfl,
sem stefna greinilega í framvinduátt, þó
að þau valdi erfiðleikum í svip. Uppeldis-
starfinu vex jafnan nokkur vandi af
breyttum samfélagsaðstæðum, en þegar
þær verða jafn róttækar og nú er raun á,
er sérstök ástæða til þess að gera sér grein
fyrir þeim úrræðum, sem tiltækilegust
þykja.
Einnig væri freistandi að skyggnast
ofurlítið fram í tímann og reyna að gera
sér Ijóst, hvert umrædd breyting á stöðu
heimilisins leiðir, ef hún gengur næstu
þrjá mannsaldra í sömu átt og nú horfir.
Þar renna þó saman margir þræðir, sem
gera málið geysiflókið. Ég vil benda á
það eitt, að sú hefð er að rofna, að barn
eigi sér fast heimili ásamt föður og móð-
ur. Sú æska, sem sjálf fór á mis við áhrif
foreldraheimilis í uppvexti sínum, er ekki
líkleg til mikilla fórna í því skyni að veita
börnum sínum foreldraheimili. Ungur
maður, sem sjálfur ólst upp með einstæð-
ingsmóður, mun ekki taka nærri sér að
ætla barni sínu sama hlutskipti né telja
barnsmóður sinni vandara um en eigin
móður. Og unga stúlkan, sem var gctin í
lausaleik og alin upp föðurlaus, hefur
engan stuðning af fordæmi rnóður sinnar
um hjónaband og heimili. Umhyggju
foreldra fyrir afkvæmi sínu gæti hrakað
svo, að þau tækju á sig þá skyldu eina,
sem lögboðin er. Karhnaður á völina að
rækja föðurhlutverk sitt gagnvart barni,
sem hann á í vonum, eða flýja frá þeirri
kröfu, sem afkvæmi og eigið heimili gera
til hans. Samkvæmt núgildandi siðvenju
cr faðerni af þrenns konar gerð: Óskorað
faðerni, faðerni með afföllum og lög-
þvingað lágmarksfaðerni. Þannig grípur
upplausn fjölskyldusiðgæðisins inn í sið-
gæðisvitund einstaklingsins sjálfs. Frá
sjónarmiði siðgæðis og þegnskapar verð-
ur nú sá hópur karla ískyggilega stór, sem
hrestur kjark til þcss að gangast eðlilega
við afkvæmi sínu, en yfirgefur barns-
móður sína um leið og hin nýja lífvera
krefst réttar síns. Að breyttu breytanda
gæti konan hagað sér á svipaðan hátt,
enda gerist það oft, t. d. þegar ung stúlka
kastar barninu í fang móður sinni eða
jafnvel fjarskyldari ættingjum og sinnir
því varla þaðan í frá. Siðfræðilega séð,
ber móðurinni ckki framar en föðurnum
skylda til að annast barnið. En þó að
móðir afneiti barni sínu ekki algerlega,
geta þó ýmis veraldargæði freistað hennar
til þess að vanrækja það, hvort sem hún
býr nú með föður þess eða ekki. Hin unga
móðir verður að velja á milli tekjurýrra
heimilisstarfa og arðbærrar atvinnu, milli
naumra heimilispeninga og kaupgreiðslu,
sem hún er vön að ráðstafa að vild, milli
tómstundafrjálsræðis lausakonunnar og
þrotlausra skyldustarfa húsmóðurinnar.
Geta karlmenn vænzt til lengdar því-
líkra siðgæðisyfirburða af konum, að þær
bæti stöðugt á sig þeim foreldraskyldum,
sem þeir skjóta sér hjá? Eins og nú horfir,
orkar hver klofin fjölskylda eins og fleyg-
ur, sem sprengir sundur hina hefðbundnu
samfélagsgerð.
III
Hnignun foreldraheimilisins er liluti
þess arls, sem mín kynslóð skilar æskunni.
Heimilið og siðgæði þess er sá brenni-
depill, sem endurspeglar skýrast mismun-
andi afstöðu kynslóðanna. Krafan um
ákveðin áhrif á siðgæðisþróun æskunnar
er runnin frá kynslóð foreldranna, en