Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 57

Andvari - 01.07.1962, Side 57
ANDVAni AFSTAÐAN MILLI KYNSLÓÐANNA 167 I Ivar scm slíkt hugarfar verður ráð- andi, blindast menn á þau siðgæðismæti, sem allar samfélagsdyggðir nærast af. Mannhelgihugsjónin formyrkvast, bæði í einkalegum og opinberum samskiptum. Hreinlífiskrafan í samskiptum kynjanna sýnist hlægileg. Unglingsstúlkur verða leikfang saurlífra karla og ala barn á skólabekknum fyrr en þær ná líkamleg- um fullþroska. Unglingurinn sefjast við- námslaust af binni miklu nautnatízku, venst snemma á tóbak og áfengi og síðan á aðrar hættulegri eiturnautnir. Dreng- skaparhugtakiÖ missir sitt bindandi vald í opinberri málfærslu; einskis er svifizt til þess að koma höggi á andstæðing eða hagnast á því um stundar sakir að villa um dómgreind almennings. Flokksstimp- ill kemur í stað mats á manngildi og hæfi- leikum. Næmið fyrir hinu fagra og sanna sljóvgast, að sama skapi hrakar listum og skáldskap, en yfir þjóðina veltur flóð lág- kúrulegra, hugsjónasnauðra, tækifæris- sinnaðra verka, sem eiga að fylla hið auða skarð. En yfir svífur sljótt og hikandi almenn- ingsálit. Almenningsálitinu hefur oft skjátlazt í dómum sínum. Ekki felst þó minni hætta í deyfð þess og afskiptaleysi. Al- menningsálitið er afl, sem þarf að vera sí-virkt í heilhrigðri siðferðilegri fram- vindu. SiSgæðisvitund einstaklingsins þarfnast stuðnings frá þeim hlutlæga sið- gæðisanda, sem myndazt hefur í reynslu kynslóðanna. Þegar almenningsálitið sef- ur eða þegar það afsakar spillinguna með því, hversu algeng hún er orÖin, þá er kornið drep í siðgæðisvitund samfélags- ins. Eins og barnið ungt þarfnast ákveð- ins myndugleika foreldranna og þráir hann, þannig þarfnast æskan grundvall- aðs almenningsálits, sem þorir að taka ákveðna afstöðu. Almenningsálitið, sið- gæðisvitund samfélagsins, er ekki fyrst og fremst til þess ætlað að bæla niður einstaklingsleg afbrigði 1 líferni og hegð- un. Meginhlutverk þess er að styðja ein- staklinginn, sem stendur ráðvilltur og hikandi, og efla styrk hans gegn skaðvæn- legum freistingum. Framar öllu er æsk- unni þessi stuðningur nauðsynlegur, —• ekki að hún eigi ávallt að fallast á al- menningsálidð og játast gagnrýnilaust undir það, heldur að Iiún viti, hvaða stefnu siðgæðisvitund samfélagsins mark- ar, svo að hún geti tekiÖ afstöðu til henn- ar. En ef eldri kynslóÖin verÖur sannfær- ingarlaus í siðgæðislegum efnum og ját- ast í blindni undir það, sem gerist, þá er hún þess ekki umkomin að veita æsk- unni leiðsögn. IV Sú hreyting, sem orÖiÖ hefur á stöðu heimilisins í samfélaginu, verður ekki upphafin. í henni sameinast öfl, sem eru ofvaxin getu einstaklingsins. Hin fornu fyrirmyndarheimili, fjölmenn, um- svifamikil, auÖug að þjóðlegri verkmenn- ingu, griðastaður andlegra mennta, — heimilin, sem fyrr á tíð voru vaxtar- broddur íslenzkrar menningar, verða ekki endurvakin. Spurningin er aðeins sú, hvernig við eigum að mæta þeim aukna uppeldisvanda, sem leiðir af versnandi aðstöðu heimilisins. Við megum ekki lengur loka augunum fyrir hinni sérstöku uppeldisþörf þeirra barna og unglinga, sem eiga ekki sam- eiginlegt heimili með föður og móður. Utigangur þeirra á afrétt samfélagsins cr hættulegur. Auk þess fjölgar stöðugt for- eldraheimilum, sem eru svo tóm og menningarsnauð, að æskan flýr þau. Því er nauðsynlegt að sjá unglingunum fyrir sérstökum tómstundaheimilum, ekki fjöl- mennum, en auðugum af verkefnum og framar öllu undir styrkri og hlýrri stjórn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.