Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 60

Andvari - 01.07.1962, Side 60
170 MATTHÍAS JÓNASSON ANDVAKI Það vill umfram allt ekki einangrast. Því tekst félögunum svo auðveldlega að leiða drenginn út í hnuppl og annaÖ misferli, vinstúlkunum að leiða unglingstelpu út í lausung, drykkjumanninum að koma reynslulitlum unglingi á bragðið. Hin öra útbreiðsla áfengisneyzlu meðal ungs fólks vex meðfram af þessari rót. Spilltur liópandi kúgar ungmennið, af því að það kann fótum sínum því aÖeins forráð, að það þekki og styðjist við siðgæðisanda kynslóðanna. Því þarf uppvaxandi kyn- slóð að fá tækifæri til þess að skerpa sið- gæðisskilning sinn í viðfangi við binn hlutræna siðgæðisanda. A siðgæðissviðinu sannast ótvírætt, að uppeldisviðleitnin er ávallt að öðrum þræði sjálfsuppeldi. Neisti tendrast af neista, funi magnast af funa, en af kuln- aðri glóð kviknar aldrei bál. Um leið og við skýrum siðfræðina fyrir æskunni, verð- um við að brjóta hana til mergjar sjálf. Slíkt er ótamt orðið þeirri kynslóð, sem fæddist framþróunartrúuðum foreldrum í árroða aldarinnar. Vonbrigði okkar yfir tortímingaræði tveggja heimsstyrjalda og geigur okkar við svartan skugga binnar þriðju bafa hnekkt trú okkar á gildi sið- gæðisins. Því láta flest okkar sér nægja að lúta hinum lægri siðakröfum, sem skráðar eru í lögum. En þá er bætt við, að vald óttans, sem nú virðist ráða mestu í hinum stóra stjórn- málaheimi, móti einnig lífsviðhorf ein- staklingsins. Um leið væri siðgæði í æðri merkingu upphafið. Það getur ekki þróazt nema af hugsjón hins góða. Óttinn leiðir aldrei nema til hnignunar og ófrelsis. Gegn slíkri þróun þarf það samfélag að spyrna, sem vaxið er af ást og mannúð og virðir rétt einstaklingsins til æðsta sið- gæðisþroska. Endurreisn siðfræðslunnar og aukin áherzla á siðgæðisuppeldinu væri heimilinu verðugt hlutverk og gæti leitt til viðreisnar þess sjálfs á traustum grundvelli. Hvergi hiða stærri viðfangs- efni góðra foreldra. Við þurfum ekki lcngur að spinna og vefa í heimahúsum, tæknin mun halda áfram að létta af okkur verklegum heimilisönnum. En engin tækni fær af okkur létt siðgæðis- Iilutverki heimilisins, að vera barninu verndarreitur og skjól undir umsjá föður og móður. Ef tækniþróunin rænir okkur aðstöðunni til að rækja það, þá er sið- fcrðileg glötun mannsins ráðin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.