Andvari - 01.07.1962, Síða 60
170
MATTHÍAS JÓNASSON
ANDVAKI
Það vill umfram allt ekki einangrast. Því
tekst félögunum svo auðveldlega að leiða
drenginn út í hnuppl og annaÖ misferli,
vinstúlkunum að leiða unglingstelpu út
í lausung, drykkjumanninum að koma
reynslulitlum unglingi á bragðið. Hin
öra útbreiðsla áfengisneyzlu meðal ungs
fólks vex meðfram af þessari rót. Spilltur
liópandi kúgar ungmennið, af því að
það kann fótum sínum því aÖeins forráð,
að það þekki og styðjist við siðgæðisanda
kynslóðanna. Því þarf uppvaxandi kyn-
slóð að fá tækifæri til þess að skerpa sið-
gæðisskilning sinn í viðfangi við binn
hlutræna siðgæðisanda.
A siðgæðissviðinu sannast ótvírætt, að
uppeldisviðleitnin er ávallt að öðrum
þræði sjálfsuppeldi. Neisti tendrast af
neista, funi magnast af funa, en af kuln-
aðri glóð kviknar aldrei bál. Um leið og
við skýrum siðfræðina fyrir æskunni, verð-
um við að brjóta hana til mergjar sjálf.
Slíkt er ótamt orðið þeirri kynslóð, sem
fæddist framþróunartrúuðum foreldrum
í árroða aldarinnar. Vonbrigði okkar yfir
tortímingaræði tveggja heimsstyrjalda og
geigur okkar við svartan skugga binnar
þriðju bafa hnekkt trú okkar á gildi sið-
gæðisins. Því láta flest okkar sér nægja að
lúta hinum lægri siðakröfum, sem skráðar
eru í lögum.
En þá er bætt við, að vald óttans, sem
nú virðist ráða mestu í hinum stóra stjórn-
málaheimi, móti einnig lífsviðhorf ein-
staklingsins. Um leið væri siðgæði í æðri
merkingu upphafið. Það getur ekki þróazt
nema af hugsjón hins góða. Óttinn leiðir
aldrei nema til hnignunar og ófrelsis.
Gegn slíkri þróun þarf það samfélag
að spyrna, sem vaxið er af ást og mannúð
og virðir rétt einstaklingsins til æðsta sið-
gæðisþroska. Endurreisn siðfræðslunnar
og aukin áherzla á siðgæðisuppeldinu
væri heimilinu verðugt hlutverk og gæti
leitt til viðreisnar þess sjálfs á traustum
grundvelli. Hvergi hiða stærri viðfangs-
efni góðra foreldra. Við þurfum ekki
lcngur að spinna og vefa í heimahúsum,
tæknin mun halda áfram að létta af
okkur verklegum heimilisönnum. En
engin tækni fær af okkur létt siðgæðis-
Iilutverki heimilisins, að vera barninu
verndarreitur og skjól undir umsjá föður
og móður. Ef tækniþróunin rænir okkur
aðstöðunni til að rækja það, þá er sið-
fcrðileg glötun mannsins ráðin.