Andvari - 01.07.1962, Page 63
ANDVARl
MEÐ KÖLDU BLÓÐl
173
sitjum vér, prúðbúnir leikhúsgestir í ljóm-
andi salarkynnum, og horfum á drama-
tískan sjónleik, spenntir, hrærðir, jafnvcl
tárfellandi. En þessi saga hefnr gerzt.
Hún gerðist í raun og veru og að heita
má við bæjardyrnar hjá oss rétt í þessari
andrá, og þúsund aðrar sögur hliðstæðar
— Anna Frank cr aðeins einn lítill Gyð-
ingur af sex milljónum, sem voru eltir
uppi, fangelsaðir, píndir, drepnir. Þetta
var að gerast fyrir fáum árum og vér lifð-
um voru lífi hér — hvernig? Vér gengum
að mat vorum og störfum, og ef vér höf-
um átt andvökunætur, var það kannski
aðallega vegna þess, að vér vorum að
gera oss glaðan dag og glaða nótt, en
ekki af hinu, að örlög Onnu Frank eða
önnur áþekk héldu vöku fyrir oss. Og
nú horfum vér á þetta á leiksviði, sjáum
þessa hryllilegu sögu leikna, af því að
vér erum að skemmta oss í kvöld með
því að fara í leikhúsið, og á morgun
erum vér breytt að því einu leyti, að vér
nutum upplyftandi, listrænnar hressing-
ar áður en vér fórum að sofa.
Vér þekktum ekki þá sögu, sem dagbók
Ónnu Frank flettir ofan af, nema að litlu
leyti, meðan hún var að gerast. Hvað
hefðum vér gert, ef vér hefðum vitað
meira? Hvað hefði oss orðið?
Vér hefðum auðvitað lítið getað gert.
En hvernig hefði oss orðið við? Ilvað
hefðum vér fundið mikið til? Hefði oss
hitnað verulega í æðum á þann veg, að
það hefði breytt viðhorfi voru til manns-
ins yfirleitt, til mannlegrar syndar, mann-
legra hörmunga?
Þetta er samvizkuspurning. Hefðum
vér fundið til persónulegrar ábyrgðar
gagnvart þeirri samtíð, því mannkyni,
sem var að lifa þetta, gagnvart gjörend-
um og þolendum þessarar sögu? Hefðum
vér kcjmt blygðunar sakir slíkra verka og
fundið oss á nokkurn nýjan hátt skuld-
bundin mönnunum i neyð þeirra og nið-
urlægingu?
Þessar spurningar má árétta með nokkr-
um í viðbót: Hvernig höfum vér lifað
það, sem síðan hefur gerzt og er að gerast
í fullu dagsljósi og á allra vitorði? Hvað
um þá, sem allt til þessa dags bera hörmu-
legar menjar eftir atburði þessara sömu
ára? Hvað um þá, sem hafa liðið óbæri-
legar, líkamlegar og andlegar kvalir af
völdum sprenginganna í Japan og víðar?
Hvað um þær þúsundir og milljónir
manna, sem eru landflótta og hælislausar
enn í dag af völdum stríðs og kúgunar?
Ilvað um þær þúsundir, sem fram til
þessa tíma hafa verið þjakaðar í fanga-
búðurn? Ilvað um þær milljónir, þann
stóra hluta mannkyns, sem varla veit hvað
það er að geta satt hungur sitt til fulls?
Ef vér íhugum þessar spurningar í ein-
lægni, fer varla hjá því, að vér verðum
nokkurs vís3ri um það, sem ameríski guð-
fræðingurinn kallar easy conscience og ég
hef kallað hið kalda blóð. Og ég hygg,
að það væri oss, eins og vér gerumst upp
og ofan mennirnir, næsta hollt að lifa
það sem verulega óþægilega og smánar-
lega staðreynd, hvað vér erum að jafnaði
með köldu blóði.
Maður sagði við mig á dögunum: Það
er margt fallegt í hjali ykkar prestanna,
en þegar þið eruð að tala um syndina, er
ég ekki með. Ég spurði: Hvaða blóðhita
hefur þú, kunningi? Hann skildi ekki
þessa klerklegu glettni, né þá alvöru, sem
undir bjó. Syndarvitund er ekkert annað
en svolítið hærri og þar mcð eðlilegri
blóðhiti, ofurlítið örari og heilbrigðari
hjartaslög eða nokkru næmari samvizka.
Fyrir nokkrum árum gerðist hörmu-
legt slys hér í bænum, banaslys að nætur-
lagi, og drukkinn unglingur átti sökina.
Mönnum varð tíðrætt um atburðinn, en
mér eru þau orð minnisstæðust, sem mað-