Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 63

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 63
ANDVARl MEÐ KÖLDU BLÓÐl 173 sitjum vér, prúðbúnir leikhúsgestir í ljóm- andi salarkynnum, og horfum á drama- tískan sjónleik, spenntir, hrærðir, jafnvcl tárfellandi. En þessi saga hefnr gerzt. Hún gerðist í raun og veru og að heita má við bæjardyrnar hjá oss rétt í þessari andrá, og þúsund aðrar sögur hliðstæðar — Anna Frank cr aðeins einn lítill Gyð- ingur af sex milljónum, sem voru eltir uppi, fangelsaðir, píndir, drepnir. Þetta var að gerast fyrir fáum árum og vér lifð- um voru lífi hér — hvernig? Vér gengum að mat vorum og störfum, og ef vér höf- um átt andvökunætur, var það kannski aðallega vegna þess, að vér vorum að gera oss glaðan dag og glaða nótt, en ekki af hinu, að örlög Onnu Frank eða önnur áþekk héldu vöku fyrir oss. Og nú horfum vér á þetta á leiksviði, sjáum þessa hryllilegu sögu leikna, af því að vér erum að skemmta oss í kvöld með því að fara í leikhúsið, og á morgun erum vér breytt að því einu leyti, að vér nutum upplyftandi, listrænnar hressing- ar áður en vér fórum að sofa. Vér þekktum ekki þá sögu, sem dagbók Ónnu Frank flettir ofan af, nema að litlu leyti, meðan hún var að gerast. Hvað hefðum vér gert, ef vér hefðum vitað meira? Hvað hefði oss orðið? Vér hefðum auðvitað lítið getað gert. En hvernig hefði oss orðið við? Ilvað hefðum vér fundið mikið til? Hefði oss hitnað verulega í æðum á þann veg, að það hefði breytt viðhorfi voru til manns- ins yfirleitt, til mannlegrar syndar, mann- legra hörmunga? Þetta er samvizkuspurning. Hefðum vér fundið til persónulegrar ábyrgðar gagnvart þeirri samtíð, því mannkyni, sem var að lifa þetta, gagnvart gjörend- um og þolendum þessarar sögu? Hefðum vér kcjmt blygðunar sakir slíkra verka og fundið oss á nokkurn nýjan hátt skuld- bundin mönnunum i neyð þeirra og nið- urlægingu? Þessar spurningar má árétta með nokkr- um í viðbót: Hvernig höfum vér lifað það, sem síðan hefur gerzt og er að gerast í fullu dagsljósi og á allra vitorði? Hvað um þá, sem allt til þessa dags bera hörmu- legar menjar eftir atburði þessara sömu ára? Hvað um þá, sem hafa liðið óbæri- legar, líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sprenginganna í Japan og víðar? Hvað um þær þúsundir og milljónir manna, sem eru landflótta og hælislausar enn í dag af völdum stríðs og kúgunar? Ilvað um þær þúsundir, sem fram til þessa tíma hafa verið þjakaðar í fanga- búðurn? Ilvað um þær milljónir, þann stóra hluta mannkyns, sem varla veit hvað það er að geta satt hungur sitt til fulls? Ef vér íhugum þessar spurningar í ein- lægni, fer varla hjá því, að vér verðum nokkurs vís3ri um það, sem ameríski guð- fræðingurinn kallar easy conscience og ég hef kallað hið kalda blóð. Og ég hygg, að það væri oss, eins og vér gerumst upp og ofan mennirnir, næsta hollt að lifa það sem verulega óþægilega og smánar- lega staðreynd, hvað vér erum að jafnaði með köldu blóði. Maður sagði við mig á dögunum: Það er margt fallegt í hjali ykkar prestanna, en þegar þið eruð að tala um syndina, er ég ekki með. Ég spurði: Hvaða blóðhita hefur þú, kunningi? Hann skildi ekki þessa klerklegu glettni, né þá alvöru, sem undir bjó. Syndarvitund er ekkert annað en svolítið hærri og þar mcð eðlilegri blóðhiti, ofurlítið örari og heilbrigðari hjartaslög eða nokkru næmari samvizka. Fyrir nokkrum árum gerðist hörmu- legt slys hér í bænum, banaslys að nætur- lagi, og drukkinn unglingur átti sökina. Mönnum varð tíðrætt um atburðinn, en mér eru þau orð minnisstæðust, sem mað-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.