Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 70

Andvari - 01.07.1962, Side 70
180 SIGURÐUR SIGURMUNDSSON ANDVA151 ekki verði það Ijóst a£ heimildum. Að baki þessa atburðar má rekja orsakir hans, þótt heimildir þegi. Þá er bræðurnir Filipus og Haraldur drukknuðu, hefur hinn niðurbældi harnik.r og hefndarhug- ur þeirra Hvolsmæðgna blossað upp eins og eldur undan jökulfargi. Nú krafðist húsfreyjan unga á Valþjófsstað hefnda af manni sínum. Og því kalli varð hann að hlýða eins og skyldan bauð, hvað sem það kostaði. Þegar hér var komið sögu sat Þorvarður Þórarinsson á stórbýlinu Hofi í Vopna- firði. Ekki er þess getið, að hann hafi riðið til þings, er þessir atburðir gerðust. Hefur hann vissulega haft gildar ástæð- ur til þess. Eins og fyrr getur viku þeir bræður málum sínum undir umsjá Þórðar á alþingi 1248. Oruggt má því telja, að þeir hafi verið honum á emhvern hátt bundnir, þótt heimildir geti þess ekki, að þeir hafi verið meðal þeirra höfðingja, sem hann fól á hendur mannaforráð í ljarveru sinni. Verður að ætla að þeir hafi verið í bandalagi við aðra þá, sem sátu í umboði hans. Auk þess var Þor- varður kominn í nánar tengdir við Sturl- unga, þar sem hann var kvæntur dóttur Steinvarar á Keldum. Oddur stóð nú á milli tveggja elda. Aðstaða hans var allt annað en góð. Þjóðin skiptist í tvær and- stæðar fylkingar. Gegn Gissuri Þorvalds- syni og hans fylgjendum stóðu menn Þórðar kakala. Fremsta má þar telja Hrafn Oddsson og Eyjólf Þorsteinsson. Ekki verður annað séð en að Þorvarður Þórar- insson hafi þá þegar gengið í bandalag við þá, þótt ekki verði af heimildum ráðið, að hann hafi beint verið bundinn Þórði kakala. Nú var Oddi mikið í mun að koma frarn hefndum. En til þess var ekki nema ein leið fær. Idún var sú að snúa baki við bróður sínum og banda- mönnum og ganga í lið með höfuðand- stæðingnum, Gissuri Þorvaldssyni. Flaustið 1253 hafði Gissur Þorvaldsson sloppið nauðulega úr Flugumýrarbrennu. I aðför þeirri voru fyrirliðar Eyjólfur Þor- steinsson og I lrani Koðránsson. Skömmu síðar var fyrir tilstilli góðra manna gengið á milli Gissurar og hans manna á aðra hlið en brennumanna og Hrafns Odds- sonar á hina. Voru bráðabirgðagrið þessi á þann veg, að brennumenn skyldu dvelja þá um veturinn hjá ýmsum höfðingjum og ekki vera með öllu frjálsir ferða sinna. Einn þeirra, Kolbeinn grön, skyldi vera með Þorvarði Þórarinssyni austur að Hofi í Vopnafirði. En Kolbeinn hefur ekki unað sér lengi þar eystra, því að um miðj- an vetur var hann kominn vestur í Eyja- fjörð. Gissur var þá í leiðangri norður þar að leita hefnda, varð Kolbeinn þar fyrir honum og lét líf sitt í janúar 1254. Þetta líkaði Ileinreki biskupi á Hólum stórilla, taldi að hér hefði verið gengið á gerðar sættir og rofin grið. Lýsti hann þá stórmælum yfir Gissuri og mönnum þeim, sem honum fylgdu í aðförum þess- um. Sat Gissur síðan í Skagafirði um hríð, en reið svo suður með flesta sína inenn. Þá er Þorvarður Þórarinsson frétti af drápi Kolbeins mislíkaði honum mjög, þar sem hér var um heimamann hans að ræða, þótt skamma hríð væri. Hann brá því við og reið vestur í Eyjafjörð með sveit manna til móts við Eyjólf Þorsteins- son. Gissur var þá á brott riðinn. Fóru þeir síðan til Skagafjarðar í leit að mönn- um Gissurar, en gripu í tómt, því flestir þeirra voru farnir suður. Að svo búnu sneru þeir norður aftur og settust að á Grund í Eyjafirði. Þar átti Þórður kakali bú undir umsjá Hrana. Ekki er trúlegt, að Þorvarður hafi tekið sér slíka ferð á hendur eingöngu vegna vígs Kolbeins, sem hann þekkti lítið. Hér hlýtur annað að koma til. Engum áttu þá Sturlungar fremur grátt að gjalda en Gissuri Þor- valdssyni. Hafi kona Þorvarðar, Solveig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.