Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 71

Andvari - 01.07.1962, Page 71
ANDVARI GOÐINN FRÁ VALÞJÓFSSTAÐ 181 Hálídanardóttir, nokkuð líkzt Steinvöru móður sinni, þá liefur hann stöðugt legið undir áeggjan hennar að hefna harma Sturlunga hvenær sem færi biðist. Hér kom og annað til, sem hlýtur að hafa verið Þorvarði þungbært og gerði það að verkum, að hann var sem bundinn í báða skó. Oddur bróðir hans var genginn í hernaðarbandalag við Gissur Þorvaldsson. Af Sturlungu má ráða, að Gissur hafi leitað fundar við Odd og Oddur komið til móts við hann skömmu fyrir páska 1254. Ekki verður þó vitað, að þeir hafi átt nema eitt sameiginlegt áhugamál, að fella óvin þeirra heggja, Hrana Koðránsson. Riðu þeir norður til Skagafjarðar og var þar vel tekið. Síðan fóru þeir með tvö hundruð manna lið til Eyjafjarðar. Þeim Eyjólfi og Þorvarði hafði borizt njósn af ferð þeirra, en brennumenn hlupu á skip, og var Ilrani þar með. Síðan segir í ís- lendingasögu: „Þorvarður reið til móts við Odd bróður sinn“. Ekkert er kunn- ugt um, hvað þeim bræðrum hefur á milli farið. Nokkuð má þó geta sér til um, hvaða erindi Þorvarður hefur þarna átt við bróður sinn. Þeir hafa auðvitað fyrst og fremst rætt um sundurþykki sitt og vandræði þau, sem af því gætu hlot- izt. Ekki er líklegt, að Þorvarður hafi talið hann af að hefna svívirðu ættar Odda- verja á Hrana, en hann hefur eggjað hann fast á að bindast ekki Gissuri frekar, að hefnd lokinni. Ekki hafa þeir orðið á eitt sáttir og sennilega fátt uni kveðjur að skilnaði. í þessum leiðangri Gissurar og Odds kom aldrei til átaka og hlutust því hvorki víg né áverkar af. Þorvarður reið heim austur í fjörðu. Gissur reið suður, en Oddur settist að á Flugumýri. Skömmu síðar frétti hann, að Hrani væri köminn út í Grímsey. Þangað sótti Odd- ur hann og lauk þeirra skiptum svo, að Hrani féll. Nú hafði Oddur komið fram hefndum og þar með þvegið af Odda- verjum þá smán, scm keyrishöggið hafði bakað þeim. Verður að teljast sennilegt, að vinir Iians og vandamenn hafi þá ætlað honum að slíta sambandi sínu við Gissur og snúa við af þeirri óheillabraut, sem hann var kominn út á. En hann hef- ur þá þegar verið flæktur í því neti, sem hann átti ekki afturkvæmt úr. Skömmu fyrir alþingi reið hann suður til móts við Gissur. Kom hann þá að Haukadal. Þar stóð þá yfir brúðkaups- veizla. Þar var þá meðal annarra góðra og göfugra manna Brandur ábóti Jónsson, föðurbróðir Odds. Var það í frásögur fært, að ábóti vildi ekki við hann mæla. Af þessu má augljóst vera, að ábóta hefur eins og Þorvarði bróður hans fallið þungt háttalag og ráðabreytni Odds. Á þinginu var sekur ger Eyjólfur Þorsteinsson og fimmtán brennumenn. Þetta sumar 1254 fór Gissur Þorvaldsson 'utan. Var þá ráðið að Oddur Þórarinsson yrði fyrir sveitum hans í fjarverunni. Hafði hann verið til þess trauður mjög. Að svo búnu reið hann norður, og tóku bændur vel við honum. En ekki leið þó á löngu, þar til hann fór í ránsför um héraðið, rak fé bónda nokkurs til slátrunar og kallaði sektarfé. Þá er Heinrckur biskup á Hól- um spurði tíðindi þessi lýsti hann Odd í bann. Reyndi Oddur þá að ná sáttum við biskup, en tókst ekki. Lauk þeirra fundi svo að Oddur tók biskup höndum og flutti með sér til Flugumýrar. Var þá safnað liði um héraðið og Oddur neydd- ur til þess að láta biskup lausan. Sköinmu síðar reið Oddur suður heiðar, og hélt svo áfram ferð sinni í hríð og illviðri allt austur í fjörðu, þar til hann kom á Val- þjófsstað. „Var hann“ segir Sturla Þórð- arson, „löngum fálátur, meðan hann var heima þar. Ekki cr þess getið, að þeir bræður Þorvarður fyndist". Um haustið fyrir jólaföstu fór Oddur aftur að heiman frá Valþjófsstað suður og kom að jólum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.