Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 72

Andvari - 01.07.1962, Page 72
182 SIGURÐUR SIGURMUNDSSON ANDVARI að Haukadal. Þaðan fór hann með þrjá tigu manna norður Kjöl. Hrepptu þeir hríðar og harða veðráttu. Einn maður lézt á fjallinu. Sýndi Oddur þar mikla hreysti og harðfengi. Gaf hann mörgum manni líf og limu og lyfti á bak fólkinu í hríðinni og ófærðinni, er eigi urðu sjálf- bjarga. Þá er norður kom, settist hann að í Geldingaholti í Skagafirði. Idóf hann þá þegar liðsafnað gegn þeim Eyjólfi og Hrafni, sem sátu að Grund í Eyja- firði. En þeim hafði borizt njósn urn ferð hans, urðu fyrri til, fóru að Oddi um nótt í Geldingaholti og felldu hann eftir frækilega vörn. Um það farast Sturlu sagnaritara svo orð: „Hann var manna fimastur við skjöld og sverð þeirra allra, er þá voru á íslandi. Hann varðist svo fræknlega, að vart finnast dæmi til á þeim tímum, að einn maður hafi hetur varist svo lengi á rúmlendi fyrir jafn- margra manna aðsókn út á víðum velli.“ Prestsfundar óskaði Oddur, en fékk ekki. Lét hann svo líf sitt við mikla hreysti og drengskap. Vegna bannfæringar Heinreks biskups var líkami hans ekki grafinn í vígðri mold. Var hann fluttur til Seylu og graf- inn þar utan kirkjugarðs. Þá er Þorvarður frétti fall Odds, þótti honum sem mörg- um öðrum mikill skaði um hann, þótt þeir bræður hæru eigi með öllu gæfu til samþykkis. Randalín hélt búi á Valþjófs- stað, með tveimur börnum þeirra Odds, Guðmundi Gríss og Rikizu, er bæði voru mannvænleg. Ekki er kunnugt að nokk- urs staðar sé þess getið hvernig henni hafi orðið við, þá er hún spurði lát manns síns. Þar bendir ekkert nær, sem vitað er um en orð Sturlu Þórðarsonar: „Þótti öllum mönnum mestur skaði um hann, þeim er hann var kunnastur". Eins og fyrr getur, hefur Þorvarði fallið þungt fall Odds bróður síns, og hefur hann án efa harmað ógæfu hans og enda- lok. Hann var nú í miklum vanda stadd- ur. Blóð bróður hans hrópaði á hefnd. Og þar hefur mágkona hans á Valþjófs- stað verið þung á metunum. Heiður ætt- arinnar var í veði. A hinn bóginn reis fyrir framan hann ókleifur múr marg- háttaðra örðugleika. Idann varð að snú- ast gegn sínum fyrri bandamönnum, Eyjólfi og Hrafni. En þeim hafði tekizt sumarið áður, þá er Oddur hafði fangað Heinrek biskup, að fá alla höfðingja um Vestfirði og Norðlendingafjórðung í bandalag við sig gegn Oddi. Frá Odda- verjum var nú engrar liðveizlu að vænta. Þorvarður stóð því uppi einn og einangr- aður. En gegn þessu ofurefli varð hann nú að sækja, hvort sem hann valdi leið hefndarinnar eða sótti málið að lands- lögum. Um Borgarfjörð og Dali fóru þá með mannaforráð Sturla Þórðarson og Þor- gils skarði Böðvarsson. Þorvarður og Þor- gils voru þremenningar að frændsemi. Þorgils hafði áður fengið konungsskipan fyrir Borgarfirði. Rak hann þar erindi hins útlenda valds með ránum, ofbeldi og ójöfnuði gegn löndum sínum. Hann hafði mikinn hug á að ná völdum í Skaga- firði, hafði gengið í bandalag við Eyjólf og Idrafn gegn Oddi með því skilyrði að ná þar mannaforráðum, en taldi sig svo svikinn af þeim. Sturla Þórðarson hefur heldur ekki borið hlýjan hug til þeirra félaga. Honum var þá enn í fersku minni Flugumýrarbrenna og harmar þeir, sem sá atburður hafði bakað honum. Til þessara manna freistaði nú Þorvarður að leita í von um liðveizlu. Um vorið sendi svo Þorvarður mann að austan með bréf til Þorgils þess efnis, hvort hann vildi gefa nokkurn kost á því að veita honum lið til bróðurhefnda, þannig að hann fengi fyrir vígið fulla sæmd „og vil ek eigi góss til spara", stóð í bréfinu. Bar svo Þorgils málið undir \
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.