Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 73

Andvari - 01.07.1962, Side 73
ANDVAHI GOÐINN FRÁ VALÞJÓFSSTAÐ 183 Sturlu, og réðst það af, að Þorgils stakk ekki af um liðveizlu, en bað Þorvarð að sjá fyrir fundi þeirra, því hann mundi eigi af héraði ríða. Þeim Eyjólfi og Hrafni hafði borizt njósn af því að sendimenn höfðu farið á milli þeirra frænda og hófu nú liðsafnað um héruð. í annað sinn kom þá sendimaður til Þorgils, Magnús Jónsson, frændi Þorvarðar. Hafði hann ferðazt urn nætur og farið óbyggðir, gekk því engin njósn af ferð hans. Sagði hann Þorvarð lagðan af stað að austan og vildi hann, að þeir fyndist 13. júlí á vestan- verðri Bláskógaheiði. Reið Magnús svo til móts við Þorvarð. En er þeir komu á fyrrnefndan ákvörðunarstað, var Þorgils þar ekki mættur. Þar munu þeir liafa dvalizt um hríð, en er sýnt var að Þor- gils kom ekki, héídu þeir ferðinni áfram þar til þeir kornu að Rauðsgili í Hálsa- sveit. Litlu síðar komu svo þangað Þor- gils, Sturla og Brandur ábóti Jónsson, föðurbróðir Þorvarðar. A Rauðsgili var þá fundur stefndur, sem talinn hefur verið sögulega merkilegur atburður. Bar þá Þorvarður cnn upp erindið við Þor- gils. Þorgils taldi mörg vandkvæði á vera, en vildi ráðgast við Brand ábóta og Sturlu. Setningin í Sturlungu: „Ábóti hafði vitað um ferð Þorvarðs", verður ekki skilin á annan veg en þann, að Þorvarður hafi ætlað að leyna ábóta herför sinni. Hann hefur búizt við að ábóti myndi sem guðs- maður letja fararinnar. í svari ábóta til Þorgils kemur glöggt fram, að í huga hans berjast tvö öfl, þótt hið síðarnefnda auð- sjáanlega verði yfirsterkara. En hann segir, að þótt hart þætti sér dráp Odds frænda síns og vita hann svo kasaðan sem melrakka í urð, þá mætti hann ekki sem guðsmaður hvetja til hernaðarað- gerða. Sturla taldi eigi vandalaust að veita Þorvarði og ráðast með honum í fjar- lægar byggðir með jafnlítið lið og illa búið. Kostir Þorgils voru svo þeir, að hann skyldi hafa Skagafjörð, ef þeim yrði sigurs auðið, og skyldi Þorvarður ekki ganga að neinni sætt annarri en þeirri, sem hann væri vel sæmdur af. Er Þor- varður svo sagður hafa gengið að öllum þeim kostum, sem honum voru á fund- inurn settir. Nú var herförin ráðin, og var þeim félögum mikið í mun að hraða ferð sinni norður, sem mest þeir máttu áður en þeim Hrafni og Eyjólfi bærist njósn af. Riðu þeir svo þar til þeir komu í Elörgár- dal. Þá höfðu þeir safnað að sér um sjö tigum manna úr Skagafirði og víðar. Skipuðu þeir sér svo niður á bæi. En þá er menn höfðu matazt, kom liðið allt saman í einn flokk. Var það þá um tvö hundruð manna. Tóku menn svo vopn sín, þeir scm höfðu. Spurðist það þá til þeirra I lrafns og Eyjólfs, að þeir væru í Eyjafirði með mikinn flokk og einvala- lið. Riðu nú þeir Þorvarður þar til þeir komu í Glæsibæ. Þar stóð sauðahús. Stigu þar í sauðahústúninu af hestum sínum og slepptu lausum. Lét þá Þor- varður ganga í einn stað flokkinn allan. Áður en Þorvarður hóf mál sitt, hefur hann virt fyrir sér liðið, sem þar stóð, ósamstætt, illa og misjafnlega búið til bardaga og skilið, að hér þurfti mikið til, ef giftusamlega ætti að takast. Hann hafði nú að baki þá lengstu herferð, sem nokk- ur höfðingi á íslandi hefur farið fyrr eða síðar. Hann hafði lagt út í mikla tví- sýnu, og hér þurfti bæði hetjuskap og hugrekki til þess að renna ekki af hólm inum, þar sem við ofurefli var að etja og vonin um sigur lítil. Ræða sú, sem hann þá flutti, mun vera einhver snjall- asta herhvöt, sem skráð er í fornsögun- um. Hún ber vott um frábæra forustu- hæfileika og sýnir á einfaldan og aug- ljósan hátt, hvernig málin lágu fvrir. Ennfremur má eftirtekt vekja hið meitl- aða orðaval og persónulegi stíll ræðunn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.