Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 73
ANDVAHI
GOÐINN FRÁ VALÞJÓFSSTAÐ
183
Sturlu, og réðst það af, að Þorgils stakk
ekki af um liðveizlu, en bað Þorvarð að
sjá fyrir fundi þeirra, því hann mundi
eigi af héraði ríða. Þeim Eyjólfi og Hrafni
hafði borizt njósn af því að sendimenn
höfðu farið á milli þeirra frænda og hófu
nú liðsafnað um héruð. í annað sinn
kom þá sendimaður til Þorgils, Magnús
Jónsson, frændi Þorvarðar. Hafði hann
ferðazt urn nætur og farið óbyggðir, gekk
því engin njósn af ferð hans. Sagði hann
Þorvarð lagðan af stað að austan og vildi
hann, að þeir fyndist 13. júlí á vestan-
verðri Bláskógaheiði. Reið Magnús svo
til móts við Þorvarð. En er þeir komu á
fyrrnefndan ákvörðunarstað, var Þorgils
þar ekki mættur. Þar munu þeir liafa
dvalizt um hríð, en er sýnt var að Þor-
gils kom ekki, héídu þeir ferðinni áfram
þar til þeir kornu að Rauðsgili í Hálsa-
sveit. Litlu síðar komu svo þangað Þor-
gils, Sturla og Brandur ábóti Jónsson,
föðurbróðir Þorvarðar. A Rauðsgili var
þá fundur stefndur, sem talinn hefur
verið sögulega merkilegur atburður. Bar
þá Þorvarður cnn upp erindið við Þor-
gils. Þorgils taldi mörg vandkvæði á vera,
en vildi ráðgast við Brand ábóta og Sturlu.
Setningin í Sturlungu: „Ábóti hafði vitað
um ferð Þorvarðs", verður ekki skilin á
annan veg en þann, að Þorvarður hafi
ætlað að leyna ábóta herför sinni. Hann
hefur búizt við að ábóti myndi sem guðs-
maður letja fararinnar. í svari ábóta til
Þorgils kemur glöggt fram, að í huga hans
berjast tvö öfl, þótt hið síðarnefnda auð-
sjáanlega verði yfirsterkara. En hann
segir, að þótt hart þætti sér dráp Odds
frænda síns og vita hann svo kasaðan
sem melrakka í urð, þá mætti hann ekki
sem guðsmaður hvetja til hernaðarað-
gerða. Sturla taldi eigi vandalaust að veita
Þorvarði og ráðast með honum í fjar-
lægar byggðir með jafnlítið lið og illa
búið. Kostir Þorgils voru svo þeir, að
hann skyldi hafa Skagafjörð, ef þeim
yrði sigurs auðið, og skyldi Þorvarður ekki
ganga að neinni sætt annarri en þeirri,
sem hann væri vel sæmdur af. Er Þor-
varður svo sagður hafa gengið að öllum
þeim kostum, sem honum voru á fund-
inurn settir.
Nú var herförin ráðin, og var þeim
félögum mikið í mun að hraða ferð sinni
norður, sem mest þeir máttu áður en
þeim Hrafni og Eyjólfi bærist njósn af.
Riðu þeir svo þar til þeir komu í Elörgár-
dal. Þá höfðu þeir safnað að sér um sjö
tigum manna úr Skagafirði og víðar.
Skipuðu þeir sér svo niður á bæi. En þá
er menn höfðu matazt, kom liðið allt
saman í einn flokk. Var það þá um tvö
hundruð manna. Tóku menn svo vopn
sín, þeir scm höfðu. Spurðist það þá til
þeirra I lrafns og Eyjólfs, að þeir væru í
Eyjafirði með mikinn flokk og einvala-
lið. Riðu nú þeir Þorvarður þar til þeir
komu í Glæsibæ. Þar stóð sauðahús.
Stigu þar í sauðahústúninu af hestum
sínum og slepptu lausum. Lét þá Þor-
varður ganga í einn stað flokkinn allan.
Áður en Þorvarður hóf mál sitt, hefur
hann virt fyrir sér liðið, sem þar stóð,
ósamstætt, illa og misjafnlega búið til
bardaga og skilið, að hér þurfti mikið til,
ef giftusamlega ætti að takast. Hann hafði
nú að baki þá lengstu herferð, sem nokk-
ur höfðingi á íslandi hefur farið fyrr eða
síðar. Hann hafði lagt út í mikla tví-
sýnu, og hér þurfti bæði hetjuskap og
hugrekki til þess að renna ekki af hólm
inum, þar sem við ofurefli var að etja
og vonin um sigur lítil. Ræða sú, sem
hann þá flutti, mun vera einhver snjall-
asta herhvöt, sem skráð er í fornsögun-
um. Hún ber vott um frábæra forustu-
hæfileika og sýnir á einfaldan og aug-
ljósan hátt, hvernig málin lágu fvrir.
Ennfremur má eftirtekt vekja hið meitl-
aða orðaval og persónulegi stíll ræðunn-