Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 74

Andvari - 01.07.1962, Blaðsíða 74
184 SIGURÐUR SIGURMUNDSSON ANDVARI ar. Söguritarinn hefur bersýnilega revnt svo sem auðið var að rita hana þannig upp, að orðfæri og heildarsvipur röskuð- ust ekki. Niðurlag ræðunnar hljóðar á þessa leið: „Vænti ég, að þeir einir munu hér komnir að hverjum mun hugað að fylgja vel og drengilega sínum höfðingja. Skal eg og, ef eg á um að mæla, öllum nokkura umbun að gera, þeim sem nú standa hér hjá mér í þessari nauðsyn. Er það nú mitt ráð, að menn marki nú stál- húfur sínar og húi sig og veri sem var- astir, því nú er hvergi áhlaupa örvænt, er vér erum komnir í ókunnug héruð. En ef nokkur er sá hér, er það veit á sig, að eigi vill bcrjast, þótt þurfi, þá segi sá nú heldur cn síðar. Er eg og, í þvi hcit- bundinn, að taka þá eina sætt, er Þor- gilsi líkar, bæði fyrir mína hönd og hans. En rnargt hefir vel fallið með okkur Eyjólfi, og ekki er cg fjarri sættum, ef þær eru gjörðar, er eg þykist sæmdur af, en ella mun eg á fund hætta, þótt hann þyki eigi jafnlegur og vænti eg þess, að málefnamunur muni skipta. Vil eg nú þess biðja, að hver maður syngi „Pater noster“ þrem sinnum og biðjum þess að guð gefi oss gott ráð, og geymi hver sin en guð allra." Þorgils og Sturla töluðu nú einnig fyrir sínum mönnum og lýstu orð þeirra óbilugum bardagahug, en sögu- ritarinn hefur lítt eða ekki skráð ræður þeirra. Þá er þeir Hrafn og Eyjólfur höfðu sannfrétt komu þeirra Þorvarðar í hér- aðið, fóru þeir með lið sitt, sem bæði var meira og betur vopnum búið, þar til flokkarnir mættust á Þveráreyrum. Þá er bændur í héraðinu spurðu ófrið þennan, fóru þeir á fund Eyjólfs nokkurs ábóta og báðu að ganga á milli og leita um sættir. Sú tilraun bar ekki árangur. Vildu Eyjólfur og Hrafn leggja málið í jafn- aðardóm. (Þ. e. að hlutlaus maður dæmdi um), En undanskilið sættinni væru þó utanferðir og héraðssektir. Þ. e. þeir Hrafn héldu sínum mannaforráðum og færu ekki utan nema málið yrði lagt í dóm konungs. Þorvarður og Þorgils tóku þvert fyrir þetta tilboð, héldu fast við, að Eyjólfur færi utan og rýmdi héruðin norðanlands, en Hrafn héldi sveitum vestur í fjörðum. Að því var ekki gengið og frekari sáttaumleitanir því úr sögunni. Ilófst nú Þverárbardagi, síðasta stóror- usta, sem háð hefur verið á íslandi. Sigu flokkar saman í tvær andstæðar fvlking- ar niður á eyrunum við Þverá. í orustulýsingunni bregður sagnaritar- inn upp eftirminnilegum skyndimyndum af yfirforingjum þessa hildarleiks. Sturla gekk djarflega fram og réðist inn í fylk- ingu óvinanna, en síðar segir ekki meira af honum, en heill á húfi koinst hann þó úr rauninni. Þorgils var í orustu þar sem ströngust var og barðist hezt sinna manna. Gekk þar ekki á sem hann var fyrir. Elrukku menn fyrir honum, því hann lagði ótt og títt en hjó stórum. Þor- varður Þórarinsson, sem talinn var þá vígfimasta hetja landsins, mætir í bar- daganum Ilrafni Oddssyni, kappanum í liði andstæðinganna. Viðureign þeirra varð hörð og löng, bitu þá eigi járn en urðu báðir sárir í munni, Þorvarður þó meir og hrukku tvær tennur úr munni honum. Svo sögðu menn, er Þorvarður fékk áverkann af Hrafni, að hart var við hann að éiga áður, cn síðan þóttist sá bezt hafa, er honum stóð first hans mót- stöðumanna. Tók þá að riðlast lið þeirra Eyjólfs. Elrafni er nú nóg boðið og flýr hann úr orustunni með þrjá tigu manna. Eyjólfur hafði staðið í miðri fylkingu og barizt vel og drengilega, en er á leið, hafði hann fengið steinshögg framan á brjóstið og varð við það heldur erfitt. I Iafði hann verið felldur til jarðar þar sem hann var að stíga á bak hesti sín- um. Kom Þorvarður þá þar að og greiddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.