Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 78

Andvari - 01.07.1962, Page 78
188 SIGURÐUR SIGURMUNDSSON ANDVARI lét ráða niðurlögum ofbcldismanna kon- ungsvaldsins. 1 því ljósi hefur sá atburð- ur vcrið skoðaður af flestum Islending- um fram á þennan dag. En það má einnig líta hann frá annarri hlið, og þá verður viðhorf og niðurstaða önnur. Þótt of- heldisseggir væru hér á ferð, þá voru það þó menn mcð holdi og blóði. Frá þeirra sjónarmiði voru hér rofin á þeim grið og framið hið versta níðingsverk. Ef sú skoðun hefði orðið ofan á, þá hefði Helga á Grund ekki orðið íslendingum eins kær í minningunni. Álit dómbærs samtímamanns um víg Þorgils skarða, Sturlu lögmanns Þórðar- sonar, tekur af öll tvímæli um það, að atburðurinn hafi þá fyrst og fremst verið talinn stjórnmálalegs eðlis. I Hákonar- sögu stendur þessi málsgrein: „Llm vetur- inn áður en Gissur jarl kom til Islands, tók Þorvarður Þórarinsson af lífi Þorgils skarða fyrir þær sakir, að konungur hafði skipað Þorgilsi Eyjafjörð og allar sveitir fyrir norðan Oxnadalsheiði, þar sem kon- ungur kallaði sína eign, en Þorvarður þóttist Iieimildir hafa af Steinvöru Sig- hvatsdóttur." Ekki skal reynt hér að gera hlut Þorgils skarða minni en sagan virðist gcfa tilefni til. 1 Þorgilssögu standa þessi orð: „Hann var fámæltur og fastheitinn og ör í að efna hvort heldur hann hét illu eða góðu." Ennfremur eru höfð eftir Sturlu Þórðarsyni þessi orð: „Elann var þrályndur í skapi sem faðir hans, en hafði brjóst verra." Þótt Þorgils væri galla- gripur og verðskuldaði síður en svo allt það lof, sem hann hefur fengið, þá var þó rnargt vel urn hann. Hann sýndi oft hugrckki og hetjuskap og gat komið drengilega fram, þegar hann vildi það við hafa. Eins og áður gctur, er það furðu- legt, að söguritaranum skuli hafa tekizt mcð áróðri að telja lesendum trú um, að Þorgils hafi dáið sem einskonar píslar- vottur eða dýrlingur. Honum hefur jafn- vel tekizt að blinda menn svo, að þeim beinlínis sést yfir eða gleyrna óhæfu- og hryðjuverkum þeim, sem hann áður hafði framið og eru, skoðuð í réttu ljósi, ein hin verstu sinnar tegundar, sem framin voru á þessari hlóði drifnu öld. Skal hér eitt slíkt dæmi tilfært. Þorgils kom til prests nokkurs í Síðumúla og krafðist fébóta af honurn. Prestur kvaðst engar bætur greiða, því hann væri saklaus. Gekk Þorgils við annan mann í bæinn. Urðu nokkur átök með þcim og heima- mönnum í náttmyrkrinu. Er Ijós voru tendruð, fundu aðkomumenn Valgarð son prests í skálanum undir tjaldi. Tóku þcir hann og leiddu út. Var honum þá heitið drápi. Þá gekk út Ingibjörg, kona Val- garðs, og hauð fyrir hann allt það, er hún hefði til. Þorgils kvaðst af engum manni boð taka nema föður hans. Var þá gengið að presti að hjóða þeim sæmdir. Prestur kvaðst engar bjóða, „mun þeim annað rneir verða til fjár en þetta." „Þá skal hann drepa," sagði Þorgils, og var Val- garður síðan vcginn eftir að hafa skriftazt við föður sinn. Hér var alsakláus maður tekinn og drepinn, vegna þess, að faðir hans lét ekki beita sig fjárkúgun. Eftir víg Þorgils reið Þorvarður til Grundar og sat þar, sem eftir var vetrar- ins. Sagan segir, að víg Þorgils hafi þótt hið versta verk og hvarvetna mælzt rlla fyrir, og bændur hafi nú enn síður viljað við Þorvarði taka sem sínum höfð- ingja. Ekki er þess þó getið, að bændur hafi sýnt honum nokkra áreitni, sem liklegt hefði þó verið, ef þeir hefðu harmað mjög að losna við Þorgils. Um páskaleytið um vorið söfnuðu þeir Sig- hvatur bróðir Þorgils og Sturla Þórðar- son liði og stefndu því norður að Grund til aðfara við Þorvarð. En honum hafði borizt njósn af ferð þeirra og rcið norður í Kaupang. Veittu þeir honum eftirför og sáu til hans um hríð, en náðu þó eigi og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.