Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 85

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 85
ANDVARI GOÐINN FRÁ VALÞJÓFSSTAÐ 195 þess ekki, leikur ekki nokkur vafi á því, aS erindi æSsta fulltrúa hins veraldlega valds á íslandi hafi veriS í þetta sinn aS ráða staSamálunum til lykta samkvæmt sættargerðinni um sumarið. En ÞorvarSi Þórarinssyni auðnaSist ekki að vera vitni að staðfestingu sættargerðarinnar af kon- ungi og erkibiskupi, því að hann andað- ist í Noregi 31. marz 1296. Arni hiskup Þorláksson fór svo utan vorið 1297, að því er virðist nauðugur til þess að staðfesta sættargerðina að boði konungs. StaSfestingin fór svo fram í Ogvaldsnesi í Noregi 2. maí 1297. Árni Þorláksson biskup átti ekki afturkvæmt til íslands, hann fékk að bera beinin í Noregi, sem mótherjar hans, Hrafn og Þorvarður. Hann andaðist 17. apríl 1298. Sættargerðin í Ógvaldsnesi er enn til, þótt ekki verði rakin hér. Efni hennar sýnir ljóslega, að þar hafa leikmenn um fjallað. Með sætt þessari knúðu leikmenn undir forustu Þorvarðar Þórarinssonar kirkjuvaldið raunverulega tíl undanhalds í þessum langvinnu og afdrifaríku mál- um. Fyrstur veraldlegra höfðingja hóf Þorvarður Þórarinsson baráttu gegn skefjalausum yfirgangi kirkjuvaldsins. Hann varð að láta undan síga um hríð, en að lokum tókst honum þó að leiða þetta stórmál til farsælla lykta. Og friðar- gerðin, sættin um staðamálin, hafði meira en stundargildi, heldur hafa áhrif hennar og árangur náð allt til vorra daga. Þorvarður Þórarinsson lifði á hinum verstu tímum upplausnar og rótleysis, sem yfir þjóðina hafa gengið. Sjálfstæð saga hans er ekki til nú, hafi svo verið, þá er hún glötuð og gleymd. Hans er lítið getið annars staðar en í sögurn, sem rit- aðar liafa verið andstæðingum hans til vegsemdar. Þess vegna hafa dómar síðari tíma manna um hann orðið á þá lund, sem raun ber vitni. Hér hefur verið reynt að lýsa inn á svið sögunnar frá annarri hlið eða sjónarmiði. Af því virð- ist mega ráða það, að Þorvarður hafi verið gæddur meiri þjóðerniskennd og framsýni en yfirleitt aðrir höfðingjar þessa tímabils. Ekki er þess getið, að Þor- varður og Solveig Hálfdanardóttir hafi átt nema einn son uppkominna barna. I Iét hann Oddur eftir föðurbróður sín- um. Hann komst til mannvirðinga, fór utan og kom aftur með herranafnbót. En saga hans varð stutt, hann dó 1301, fimm árum síðar en faðir hans. Frá honum kvað vera stór ættleggur kominn. Idér verður að síðustu að geta fyrir- hurðar, sem á að hafa skeð um daga Þor- varðar Þórarinssonar. Llm það leyti, sem hann fór í herförina miklu til hefnda eftir Odd hróður sinn, átti heima í Miðj- um dal mær sú 16 ára gömul er JóreiÖur hét. Til hennar kom nótt eina draum- kona í dökkum klæðum og reið gráum hesti. Mærin þóttist þá spyrja hvað hún vissi til Þorvarðar. Draumkonan svaraði með vísu, sem ekki verður tilgreind hér. „Er nokkurt mark að, sem þú segir mér“, kvað mærin. Hún svarar: Mark er þér sem þínum föður og öllum öðrum áttniðjungum. Sex nóttum síðar dreymdi Jóreiði aftur þessa sömu konu og spurði hún hana enn hvað hún vissi til ÞorvarÖar. Draum- konan svaraði: Nú es Þorvarði þröngt of hjarta þó es buðlungi bót it næsta bót it næsta. Eftir Þverárbardaga og fall Eyjólfs Þorsteinssonar dreymdi Jóreiði litlu, að draumkonan kæmi til hennar í þriðja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.