Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 90
200
GYLFI Þ. GÍSLASON
ANDVARI
þannig að rök íslendinga fyrir íslenzku
sjálfstæði eru nú ekki aðeins forn lrægð,
heldur einnig ný afrek.
III
Hvað er það, sem gert hefur Halldór
Kiljan Laxness að jafnmiklum rithöfundi
og raun ber vitni?
Auðvitað verður enginn mikill lista-
maður án mikilla hæfileika. En jafnvel
guðleg náðargáfa er listamanni ekki ein-
hlít. Innblásturinn einn skapar ekki
snilldarverk. En þegar hann er beizlaður
af sterkum vilja og lýtur stjórn misk-
unnarlauss sjálfsaga, þegar náðargáfu er
beitt af andlegum þroska og leiftrandi
hugarflug tamið með rólegri skynsemi,
þá getur listamaðurinn skapað snilldar-
verk. Halldór Kiljan Laxness hefur skapað
snilldarverk. Þau eru öðrum þræði
ávöxtur mikilla hæfileika, að hinum
þræði árangur mikils starfs. Halldór
Kiljan Laxness hefur aldrei setið auðum
höndum og beðið þess, að andinn kæmi
yfir sig. Ilann hefur ávallt tekið starf sitt
alvarlega, að haki verkum hans liggur
þrotlaust starf. Hann hefði ekki orðið
það, sem hann er, ef hann hefði hlífzt
við að leggja mikið að sér. Vinnan ein
hefði og ekki heldur skapað þau verk
hans, sem ávallt munu lifa. En þau eru
annars vegar afleiðing óskýranlegs hugar-
leifturs, sem lýsir öðrum til skilnings og
skemmtunar, og hins vegar árangur
þeirrar hversdagslegu staðreyndar, að
enginn heill hlutur né sannur verður til
án erfiðis og fyrirhafnar.
Það er einkenni góðra bókmennta, að
þær eru sannari en sjálft lífið. Sá er
munur á lífi og list, að í lífinu verður að
leita gullkorna sannleikans á stórgrýttri
strönd hversdagsleikans, en í listinni er
hægt að raða þeim fyrir framan mann.
Þess vegna er auðveldara að finna sann-
leikann í listinni en lífinu, auðveldara .ið
sýna hann í sögu en raun. Merkustu
persónurnar, sem Elalldór Kiljan Laxness
hefur sýnt okkur í sögum sínum, eru
sannari en flest það fólk, sem við kynn-
umst á lífsleiðinni, að ég tali ekki um,
hvað þær eru miklu skemmtilegri. Salka
Valka, Bjartur í Sumarhúsum, Ólafur
Kárason, Snæfríður íslandssól og Steinar
bóndi í Idlíðum, allt eru þetta sannar
persónur, ekta. Fá lífsrcynsla er ánægju-
legri og verðmætari en sú að hitta fyrir
sannan mann og eignast vináttu hans
og sálufélag. Það er aðall góðra bók-
mennta að opna augu lesandans fyrir
því, sem er satt, ekta, í mannlífinu, auð-
velda honum að komast í tengsl við það
og þó umfram allt að hjálpa honum til
þess að verða sannur og heill sjálfur, til
þess að verða ekta. Að þessu leyti hafa
bækur Halldórs Kiljans Laxness orðið
Islendingum tuttugustu aldar ómetan-
legar.
I ýmsum verkum Halldórs Kiljans
Laxness er fjallað um þjóðfélagsmál og
stjórnmál. Yrnsum hafa orðið skoðanir
hans í þeim efnurn ásteytingarsteinn,
sumum jafnvel hneykslunarhella. Ollum
cr að sjálfsögðu heimilt að hafa skoðanir
á stjórnmálum og láta þær í ljós, miklum
rithöfundum auðvitað ekki síður en öðr-
um. En mér hefur ávallt fundizt afstaðan
til stjórnmála vera algjört aukaatriði í
vcrkum Idalldórs Kiljans Laxness. Sögur
hans eru sögur um fólk, persónur, ekki
um atburði, allra sízt stjórnmálaviðburði.
Jafnvel þegar svo kann að virðast i upp-
hafi, að tilætlunin sé að skrifa um at-
burði í stjórnmálum, eru persónurnar og
líf þeirra fyrr en varir orðið aðalatriði
og samúð höfundar með þeim og nær-
færni hans við að túlka þær verður yfir-
sterkari andúð hans á þeim skoðunum,
sem hann lætur þær boða. Halldór Kiljan
Laxness hefur aldrei verið áróðursmaður
í hókum sínum. Hann er skáld. Mér cr