Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 93

Andvari - 01.07.1962, Page 93
SVERRIR KRISTJÁNSSON: Skúli Magnússon og upphaf Reykjavíkur i Hver sá seni flettir blöðum íslandssögunnar hlýtur að furða sig á því, hve þar eru margar eyður þegar borin er sarnan við sögu annarra þjóða Evrópu, einnig þeirra sem eru okkur skyldastar. Þegar þjóðveldistímabilinu lýkur er í raun og veru mjög fátt um dramatíska drætti í þessari sögu, enda vantar í hana flesta þá þætti, sem eru kaflafylli í sögu erlendra þjóða. Til að mynda linnst þar ekki lénsskipulag í evrópskum skilningi, ekki heldur bændaánauð eða átt- hagafjötur, síðast en ekki sízt vottar þar ekki fyrir borgum, er í Evrópusögu vom óróinn og vaxtarbroddur allrar sögulegrar þróunar. Borgir, borglífsmenning og borgarastétt áttu á íslandi hvorki ætt né óðul í meira en níu aldir. Því hvílir einhver fásinnisblær yfir sögu vorri lengst af og fábreytni, „þróun“ bennar er öfugþróun, og nálgast stundum úrkynjun. f níu aldir örlar varla á félagslegri nýsköpun eða nýrri verkaskiptingu með þjóðinni, saga hennar streymir frarn í farvegi stétta, sem skiptast í bændur og vinnuhjú. Allt frá viðtöku Jónsbókar 1281 var reynt að afstýra því, að aðrar atvinnustéttir kæmust á legg á íslandi. Höfundar Jónsbókar hafa gert sér sérstakt far urn að binda búlausa menn í vistir: hver bóndi skal halda að minnsta kosti tvo vinnumenn tvö misseri, ef hann á hundrað hundraða eign. (Kap. 26). En í 27. kap. er þeim bannað að reisa bú, sem á minna fé en virt er til 5 hundraða. Um miðja 14. öld má sjá af þeirri tilskipun, sem kölluð er Réttarbót Magnúss konungs Eiríkssonar 1350, að kominn er vísir að nýjum atvinnustéttum í landinu. Þar er fyrst að telja lausa- mennina, sem verið hafa vandræðabörn íslenzkrar löggjafar allt fram á þessa öld. Svo virðist sem lausamenn hafi fram til þessa mátt stunda sína ígripavinnu, ef þeir gyldu tíund til þriggja hundraða. En réttarbótin hækkar þetta mark og gerir lausamanni skylt að eiga 5 hundraða eign. Skulu þeir þá gjalda 20 álnir til konungs á hverjum misserum. Heitir þetta lausamannstollur og má enginn vera lausamaður nema hann greiði þennan toll. Þeir sem greiða lausamanns- toll samkvæmt þessum skilyrðum mega að ósekju „fara með kaup sín og vaming sunnan lands oo norðan, austan og vestan." O ' O
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.