Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 97

Andvari - 01.07.1962, Page 97
ANDVARI SKÚLI MAGNÚSSON OG UPPHAF REYKJAVÍKUR 207 skilið lögtaki, livað sem eigandi hafi fyrir sér gert, að undanskildu broti gegn konungi. Ennfremur að konungur styrki fyrirtækið með 6000 rd. og leggi því til jarðirnar Reykjavík, Effersey og Hvaleyri. Og loks að síðustu, að afurðir stofnananna verði undanskildar hinni almennu verðlagsskrá, þó skuli verzlunar- félagið eiga forkaupsrétt að þeim, ef samkomulag náist um verðið, að öðrurn kosti sé hluthöfum heimilt að selja þær öðrum. Það er auðsætt af þessum tillögum, að Skúla var meira í hug en hluthaf- arnir á alþingi höfðu ætlað sér. Hitt dylst heldur ekki, að hann heggur nærri hagsmunum þess félags, sem keypt hafði einkaleyfi til verzlunar á íslandi 1743, Hörmangarafélagsins, og var nú einrátt um öll vöruskipti við Islendinga. í raun og veru fór Skúli Magnússon fram á það, að hrotin yrðu lög á félaginu. Ríkisstjórnin og konungur tóku vel í tillögur Skúla og veittu honurn jafn- vel meira en hann fór fram á. Hlutafélaginu var veittur 10.000 rd. styrkur, auk jarðanna Reykjavíkur og Efferseyjar. Þegar ekki gekk saman með Skúla og Hörmangarafélaginu um verð á afurðum stofnananna, veitti stjórnin honum leyfi til að flytja þær utan og selja í Kaupmannahöfn, auk þess var hinu íslenzka hlutafélagi leyft að flytja til landsins allar nauðsynjar stofnananna á duggum þeirn, sem Skúli liafði keypt til fiskveiða. Vorið 1752 sigldi Skúli Magnússon skipum sínum heim til íslands hlöðnum byggingarvörum til að reisa verksmiðju- hús stofnananna, í íör með honum voru tveir keraldasmiðir, húsasmiður, sútari og vefari, ennfremur nokkrir józkir bændur, er skyldu kenna íslendingum nýja búnaðarhætti. Það bar ekki á öðru en að ísland væri farið að rísa! Skipin komust heilu og höldnu til Reykjavíkur, og á þeirri stundu voru örlög hinnar fyrstu landnámsjarðar ráðin. 3 Jörðin Reykjavík komst á vakl konungs árið 1613 og sátu hana gildir bændur, venjulega lögréttumenn. Síðasti ábúandi jarðarinnar var jón Oddsson Hjaltalín, er bjó þar 1730—1752. Kannski var það tilviljun, kannski ábending um það sem koma skyldi, að í húsum síðasta Reykjavíkurhóndans var jafnan mikil gleði, dansar og vikivakar. Llm hann var þetta kveðið: I ljá honum Jóni Hjaltalín hoppa menn sér til vansa. Allan veturinn eru þeir að dansa. Þegar Skúli Magnússon reisti verksmiðjuhús sín á landnámsjörð Ingólfs gekk hún þó sjaldan undir nafninu Reykjavík. Venjulega var hún kölluð Hólm-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.