Andvari - 01.07.1962, Síða 97
ANDVARI
SKÚLI MAGNÚSSON OG UPPHAF REYKJAVÍKUR
207
skilið lögtaki, livað sem eigandi hafi fyrir sér gert, að undanskildu broti gegn
konungi. Ennfremur að konungur styrki fyrirtækið með 6000 rd. og leggi því
til jarðirnar Reykjavík, Effersey og Hvaleyri. Og loks að síðustu, að afurðir
stofnananna verði undanskildar hinni almennu verðlagsskrá, þó skuli verzlunar-
félagið eiga forkaupsrétt að þeim, ef samkomulag náist um verðið, að öðrurn
kosti sé hluthöfum heimilt að selja þær öðrum.
Það er auðsætt af þessum tillögum, að Skúla var meira í hug en hluthaf-
arnir á alþingi höfðu ætlað sér. Hitt dylst heldur ekki, að hann heggur nærri
hagsmunum þess félags, sem keypt hafði einkaleyfi til verzlunar á íslandi 1743,
Hörmangarafélagsins, og var nú einrátt um öll vöruskipti við Islendinga. í raun
og veru fór Skúli Magnússon fram á það, að hrotin yrðu lög á félaginu.
Ríkisstjórnin og konungur tóku vel í tillögur Skúla og veittu honurn jafn-
vel meira en hann fór fram á. Hlutafélaginu var veittur 10.000 rd. styrkur, auk
jarðanna Reykjavíkur og Efferseyjar. Þegar ekki gekk saman með Skúla og
Hörmangarafélaginu um verð á afurðum stofnananna, veitti stjórnin honum
leyfi til að flytja þær utan og selja í Kaupmannahöfn, auk þess var hinu íslenzka
hlutafélagi leyft að flytja til landsins allar nauðsynjar stofnananna á duggum
þeirn, sem Skúli liafði keypt til fiskveiða. Vorið 1752 sigldi Skúli Magnússon
skipum sínum heim til íslands hlöðnum byggingarvörum til að reisa verksmiðju-
hús stofnananna, í íör með honum voru tveir keraldasmiðir, húsasmiður, sútari
og vefari, ennfremur nokkrir józkir bændur, er skyldu kenna íslendingum nýja
búnaðarhætti. Það bar ekki á öðru en að ísland væri farið að rísa! Skipin komust
heilu og höldnu til Reykjavíkur, og á þeirri stundu voru örlög hinnar fyrstu
landnámsjarðar ráðin.
3
Jörðin Reykjavík komst á vakl konungs árið 1613 og sátu hana gildir
bændur, venjulega lögréttumenn. Síðasti ábúandi jarðarinnar var jón Oddsson
Hjaltalín, er bjó þar 1730—1752. Kannski var það tilviljun, kannski ábending
um það sem koma skyldi, að í húsum síðasta Reykjavíkurhóndans var jafnan
mikil gleði, dansar og vikivakar. Llm hann var þetta kveðið:
I ljá honum Jóni Hjaltalín
hoppa menn sér til vansa.
Allan veturinn eru þeir að dansa.
Þegar Skúli Magnússon reisti verksmiðjuhús sín á landnámsjörð Ingólfs
gekk hún þó sjaldan undir nafninu Reykjavík. Venjulega var hún kölluð Hólm-