Andvari - 01.07.1962, Síða 102
212
SVERRIR KRISTJANSSON
ANDVAHl
þóttist hann sjá hvað Ahnenna verzlunarfélagið hafði í hyggju með iðnaðar-
stofnanirnar.
Á aðalfundi verzlunarfélagsins hafði verið samþykkt 1765 að auka hlutafé
félagsins um 100 rd. á hvert hlutahréf og var hinum íslenzku hluthöfum gert
að greiða 5000 rd. í þessu skyni. Skúli Magnússon þvertók fyrir þetta og urðu
af málaferli rnilli hans og félagsins, er lauk loks fyrir hæstarétti 1769 og vann
félagið málið. Hæstiréttur heimilaði verzlunarfélaginu að selja hin íslenzku
hlutabréf á opinberu uppboði til lúkningar þessari 5000 rd. skuld, og var helm-
ingur hiutabréfa hinna íslenzku hluthafa seldur í kauphöllinni í aprílmánuði
1770. Gugnuðu þá flestir hinna íslenzku hluthafa sem eftir voru og seldu hluta-
bréf sín unz þau voru flest kornin í hendur hins Almenna verzlunarfélags og
srnugu iðnaðarstofnanirnar þannig úr eigu íslendinga.
Áður en Almenna verzlunarfélagið hafði náð eignarhaldi á hlutabréfunum
hafði það sent einn af fulltrúum sínum til Reykjavíkur til að stjórna verzluninni
í Hólminum og hafa afskipti af iðnaðarstofnununum. Maður þessi hét Arv Gud-
mansen. Var honum falið af félaginu að rannsaka hag verksmiðjanna og veitt
umboð til að draga saman reksturinn og gera breytingar á honurn, ef þess væri
þörf. Arv lét það verða sitt fyrsta verk að segja 31 manni upp vinnu við verk-
smiðjurnar, og hafði sumt af þessu fólki unnið þar síðan þær voru stofnaðar.
Til eru þinglesnar heimildir um afdrif þessa fólks nokkrum árum síðar, og var
það þá flest komið á vonarvöl, sumt dáið úr volæði. Arv Gudmansen lækkaði
kaup lúnna, sem eftir urðu og svipti þá grasnyt af hjáleigum Reykjavíkur, sem
þeir höfðu haft til þessa. Nokkru síðar veik stjórn félagsins Skúla Magnússyni
úr stöðu eftirlitsmanns iðnaðarstofnananna og var Arv nú einn um hituna og
hvorttveggja í senn, forstöðumaður Hólmsverzlunar og forstjóri stofnananna.
Hann hóf skipulagða skemindarstarfsemi, gaf ekki nema hálfvirði fyrir ullina,
en hækkaði verðið á öllum ullarafurðum, fór með 400 stranga af illa unnu
og ólituðu klæði til Kaupmannahafnar og hafði þar til sýnis og sölu. Að sjálf-
sögðu gat hann því aðeins gert þetta, að húsbændur hans í Almenna verzlunar-
félaginu vildu iðnaðarstofnanir Reykjavíkur feigar.
Árið 1770 sendi danska stjórnin hina svokölluðu Landsnefnd til íslands
og átti hún að kynna sér alla landshagi og þjóðar og gera tillögur um endur-
bætur. Meðal annars rannsakaði nefndin iðnaðarstolnanirnar í Reykjavík og
voru þær þá mjög niðurníddar, vefnaðarverksmiðjan vann ekki nema % af því,
sem hún gat afkastað, en sútun, færasnúningur og fiskiveiðar höfðu verið lögð
niður. Nefndin lagði til að færasnúningur yrði aftur upp tekinn og mælti fast-
lega með því, ,,að verksmiðjunum í Reykjavík sé eigi aðeins haldið við, heldui
og kostað kapps um af fremsta megni að auka þær og efla“. I annan stað var