Andvari - 01.07.1962, Side 104
214
SVEllRIR KRISTjANSSON
ANDVARJ
virt á 4642 dali og var þaS nærri lielmingi minna en virðingarverð þeirra árið
1759. Sama árið og stofnanirnar urðu að fullu konungseign var Þórður Tlror-
oddi sendur til íslands að kynna sér stofnanir og atvinnugreinar og sendi liann
stjóminni skýrslu um för sína 1782—1783. Af henni má sjá, að mjög var föln-
aður Ijómi iðnaðarstofnananna í Reykjavík. Starfslið stofnananna, þegar allt
var talið, var 34 manns. Áliöld og verkfæri voru orðin nrjög úr sér gengin og
ekki nýtt nema að cinum þriðja og tæplega það. Þegar gerður var upp hagur
stofnananna 1784 er þær höfðu verið á franrfæri konungs í tíu ár kom í ljós,
að tapið á klæðavefnaðinum hafði um þennan tíma verið 12,897 rd., en brenni-
steinssuðan hafði skilað 452 rd. í ábata. Frá hagfræðilegu sjónarmiði var því í
rauninni ekki undarlegt þótt dönsku ráðgjafarnir vildu losa konung við þetta
baslfyrirtæki. Árið 1786 voru stofnanirnar auglýstar til sölu, en tckið var fram
að vefsmiðjan í Reykjavík yrði ekki afhent nema með því skilyrði, „að fram-
haldið verði því fyrirtæki sem nú er þar ástofnað, að kenna unglingum vefnað
og spuna, að minnsta kosti svo lengi þetta virðist þar nauðsynlega ómissandi.“
Þetta skilyrði er án efa runnið undan rifjum Jóns Eiríkssonar konferensráðs,
aldavinar Skúla Magnússonar. Hann reyndi í lengstu lög að halda í þá kon-
ungshugsjón Skúla, að iðnaðarstofnanirnar væru ekki aðeins gróðafyrirtæki.
heldur reynsluskóli þjóðarinnar i nýjum vinnuhrögðum. Enn tókst unr nokkur
ár að forða stofnununum frá dauða og á árunum 1786—1790 er danskur maður,
Giese að nafni, kallaður „Fahriquemester" í Reykjavík. En á síðasta áratugi
aldarinnar deyja stofnanir Skúla Magniissonar hljóðum og kyrrlátum dauðdaga.
Þeirra er síðast getið á lífi í maímánuði 1799, er vefurum voru goldin laun, 30
ríkisdalir. En þegar þar var komið sögu hafði hækkað hagur liins gamla Hólms-
kaupstaðar. Þar hafði risið landsins eina nrannhelda tukthús, af steini gjört.
Biskup landsins og latínuskóli prýddu nú þann stað, þar sem danskir kaupmenn
höfðu selt svikið messuvín. Arftaki alþingis, Landsyfirrétturinn, mundi einnig
brátt slá þar upp tjöldum sínum. í hinu ldassíska landi strjálbýlisins var um-
boðsstjórnarvaldið að færast í miðlæga átt.
Á 9. áratugi 18. aldar urðu tvær afdrifaríkar breytingar á hagkerfi lands-
ins: verzlunin var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs og sex verzlunar-
stöðum voru veitt kaupstaðarréttindi, og var Reykjavík þar fremst í flokki. Með
tilskipuninni um fríheit kaupstaðanna á íslandi 17. nóv. 1786 var í fyrsta skipti
í sögu íslands reynt að teygja menn til að setjast að í kaupstöðum og skapa þar
borgaralega lífshætti. Þeim sem þetta vildu þekkjast var heitið mörgum fríðind-
um og sérréttindum. Hver sá sem beiðist borgararéttar fær hann ókeypis, sver
horgaraeið og er skrifaður í horgarabókina og fær sitt borgarabréf útgjaldalaust.
Með því fær hann fullan rétt til að stunda allsháttar kaupstaða-næringu. Borg-