Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Síða 112

Andvari - 01.07.1962, Síða 112
222 ÓLAFUU JÓNSSON ANDVAHI gefa framferði sögufólks síns raunhlíta sálfræðilega skýringu. Af þcssum sökum öllum verður sagan hægstreym og lygn, raunar öll á breiddina, en epískan þunga og þrótt skortir. Maður hlýtur að ætla að hér hefðu fastari tök, luiappari stíll, hæft betur. Söguefnið í Syni mínum Sinfjötla er goðsögn, sögufólk flcst goðkynjað, og því fer fjarri að því eða viðbrögðum þess verði gefin viðhlítandi sálfræðileg skýr- ing í raunsæisstíl. Enda fer svo að hin heiðna kynngi, óðinstrúin, sem ætti að vera uppistaða og umgerð sögunnar allr- ar, og þó einkurn sjálfs sögufólksins, verð- ur úti í meðförum höfundar; og þá stend- ur ekki mikið eftir umfram heldur ósenni- legan róman. Þessa gætir að vonum mest í mannlýs- ingum sögunnar, og kemur ekki á óvart að sú persóna sem höfundi tekst langbezt er með öllu af mennskum toga, Siggeir konungur. Miklu lakar tekst honum til með Signýju og þó einkum sjálfan Sig- mund Völsungsson. Þau eru bæði goð- kynjuð, af ætt Óðins, þessi uppruni þeirra er sjálfur aflvaki allrar sögunnar, sam- runninn innsta eðli þeirra systkina. Þetta stef sögunnar, „að varðveita Völsunga- kyni veg Völsunga", orðar höfundur sjálf- ur heldur ófimlega; og því fer fjarri að honum takist að gæða lífi í sögunni þau goðmögn sem búa að baki sögufólks, túlka þá grimmu nauðsyn sem knýr það til að hlíta örlögum sínum sem í blindni, — og virðist þetta þó hljóta að vera tilætlun hans. Birtist þetta m. a. vel í þeim köfl- um sögunnar þar sem goðmögnin láta sjáif til sín taka, svo sem samfundum þeirra Signýjar og Sigmundar í skógin- um og aðdraganda þeirra. 'Þarna, eins og raunar alltof víða í sögunni, brestur frá- sögnina alia þá kynngi og dul sem kynni að megna að lyfta henni í veldi skáld- skapar; þrátt fyrir ærna stílviðleitni höf- undar verður hún aðeins frásögn yfir- borðsatvika sem skortir bæði skáldleg rök og reisn. Mér virðist sem sagt sjálf raun- sæisstefna höfundar honum mestur fjötur um fót: hann er að rita um goðkynjaðar hetjur, cn freistar þess að lýsa þeim eins og þær væru reyndar venjulegt fólk, hann fylgir goðsögninni fast í efnisþræði, en reynir að gcfa henni raunsæja sálfræði- lega túlkun. Má vera að þetta sé hægt, en Guðmundi Daníelssyni tekst það ekki, og það veldur mestu um að verk hans misheppnast. Sigmundur Völsungur geld- ur þessa einna mest og svo sjálfur Sin- fjötli. Sigmundur verður aldrei annað né rneir en prúður og sviplítill útilegu- rnaður, aldrei hin goðborna hetja og óð- insarfi sem hlutverk hans segir þó til um. Sinfjötla er á hinn bóginn ætlað að vera andstæða og fylling við mynd föður síns, hann er hinn myrki þáttur óðinseðlisins, getinn í blóðskömm og hlutverk hans bróðurmorð. En hér brestur höfund enn tökin: Sinfjötli er ekki gæddur neinni tragískri reisn, enda brestur sögnina af uppruna hans og tilkomu listrænan þrótt og sanngildi eins og áður var sagt. Þursa- skapur hans í sögunni verður óminnilegur og ósögulegur, ástarógæfa hans og örlög að sögulokum varða engu — þótt höf- undur fái áhrifamikla afgreiðslu hans í annan heim ókeypis úr Völsungasögu. Sama gildir enn að nokkru um Signýju (Völsungsdóttur: hún fær aldrei reisn þeirrar valkyrju sem kýs mönnum örlög, sá þáttur persónunnar geldur vanmáttar höfundar fyrir Óðni. Hins vegar tekst honum allvel að túlka elli henni og ævi- lok, þar er hún heil og mennsk og á valdi höfundar síns. Eins og áður var sagt er Siggeir Álason heillegust persóna í sögunni, og samskiptum þeirra Signýjar að leiðarlokum eru gerð allgóð skil; ævi- raun Siggeirs, sem hirðir ekki um goðin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.