Andvari - 01.03.1969, Side 67
ANDVARI
LJÓS ÚE AUSTRI
65
Lögfræði.
Um langan aldur var Móses talinn fyrsti löggjafi og „lögsögumaður'. Allir
kannast við boðorðin tíu, sem hann „samdi“ uppi á Sínaífjalli og urðu undirstaðan
að löggjöf Gyðinga og síðan hins menntaða heims. En svo kom Hammúrabi
Babyloníukonungur til sögunnar (1792—1750 f. Kr.). Hafði hann samið löggjöf
mikla, og þykir sýnt, að Móses (um 1260) hafi haft hana til hliðsjónar, er hann
samdi hin frægu „Móselög".
Löggjöf Hammúraba er rituð fleygletri á steinsúlu eina mikla, senr nú er
geymd á Louvresafninu í París, og vekur hún mjög athygli ferðamanna. Þeir
sem læsir eru á letur þetta, segja, að þar séu um þrjú hundruð ákvæði um ýmis
efni, að undanförnum formála til vegsemdar kóngi þessum og svo eftirmála, sem
sé þrunginn bölbænum. Þegar þessi súla fannst, þótti sýnt, að Móses yrði að
víkja úr heiðurssessi sögunnar sem hinn fyrsti löggjafi og Hammúraba bæri
hann með réttu.
En hann hélt því sæti ekki lengi. Árið 1947 kom annar löggjafi, um hundrað
og fimmtíu árum eldri, til sögunnar. Er hann nefndur Li'pit-Isthar, súmerskur
konungur, og er löggjöf hans rituð á þjóðtungu Súmera. í sambandi við þessa
löggjöf er einnig formáli og eftirmáli, en á milli þeirra fjöldi tilskipana, en aðeins
þrjátíu og sjö þeirra eru læsilegar.
Árið 1948 fannst enn önnur löggjöf í Bagdad, urn sjötíu árum eldri en sú,
sem kennd er við Lipit-Isthar.
Loks var árið 1952, að enn önnur löggjöf var grafin úr jörðu. Er hún samin
af súmerskum konungi, Ur-Nammu að nafni, en hann var uppi urn 2050 árum
f. Kr., eða um þrjú hundruð árum áður en Hammúrabi kom til sögunnar. Er
löggjöf Ur-Nammu sú elzta, sem kunn er fram að þessu.
Ekki er hægt að telja Ur-Nammu hógværð til gildis, ef dæma skal eftir for-
málanum að lagabálki þessum. Hann staðhæfir, að guðirnir hafi látið „konungs-
embættið síga af himnum ofan“ og tengjast sinni virðulegu persónu, og sé hann
því sá eini og sanni fulltrúi guðs á jörð og Súmerar útvalinn lýður guðanna. Má
af þessu merkja, að kenningin um guðdómleg forréttindi konunga, sem um
aldir var haldið að alþýða manna, á sér langa sögu. En margt virðist þó skyn-
samlegt og jafnvel mannúðlegt í þessari fyrstu löggjöf, sem um er vitað. Það eru
t. d. ákvæði um það, hvernig breyta skuli við undirhyggjumenn, svikara og þjófa,
sem grípa kvikfénað bænda. Einnig eru þar álcvæði um rétta vigt og mál, um
ekkjur, munaðarleysingja og fátæklinga. Yfirleitt bera lagaákvæði þessi vott um
þroskaðar siðgæðishugmyndir akuryrkjuþjóðar, sem stóð á háu menningarstigi.
Eru það einkum þrjú ákvæði í þessum lagabálki Súmera, sem hafa vakið miklar
umræður í ræðu og riti. En þau sýna, að jafnvel í þessari dimmu fomeskju, fyrir