Andvari

Årgang

Andvari - 01.03.1969, Side 99

Andvari - 01.03.1969, Side 99
ANDVARI ÍSLENZK ORÐABÓKARSTÖRF Á 19. ÖLD 97 merka orðabók Grunnavíkur-Jóns í Ámasafni, en að henni vann hann mikinn hluta ævinnar, eða frá því um 1734 til æviloka (1779). En um báðar þessar orða- bækur er það skemmst að segja að þær liggja enn óprentaðar og orðabókarhöf- undar síðari tíma hafa lítið sem ekkert notað þær, þó að þær hafi gríðarlega mikinn fróðleik að geyma.2 Enn má geta þess að til vom nokkur orðasöfn, misjafnlega merkileg, í út- gáium nokkurra fornrita sem gefin voru út erlendis, og sænskur fræðimaður, Verelius, lét semja orðasafn úr íslenzkum fornritum, sem komst á prent í lok 17. aldar. Allar þessar bækur sem nú hafa verið taldar áttu sammerkt í því að vera í meira lagi óhentugar og ófullnægjandi sem íslenzkar orðabækur, enda fyrir löngu ófáanlegar og í fárra höndum þegar komið var fram um aldamótin 1800. Einn af mörgum sem fékkst við að semja íslenzka orðabók á 18. öld var séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal. Hann tók flestum starfsbræðmm sínum fram í því að hann ætlaði sér af, hafði orðabókina ekki stærri í sniðum en svo, að honum tókst að ljúka við handritið og senda það Árnanefnd árið 1786. Vísast er að það hafi verið fyrir atbeina mágs hans, Jóns Ólafssonar Svefneyings, sem hefur ætlað sér að koma bókinni á prent. Það dróst þó á langinn, því að fé skorti til útgáfunnar, en loks tókst að fá tvo norska efnamenn til að ábyrgjast kostnaðinn. í handriti Björns voru þýðingar eingöngu á latínu, en þegar farið var að hugsa um útgáfu á bókinni var ákveðið að bæta við þýðingum á dönsku og fengnir til þess nokkrir Hafnar-Islendingar; yfimmsjón verksins var falin manni sem átti eftir að koma mjög við sögu íslenzkra málvísinda, en það var Rasmus Christian Rask. Árið 1811 gaf hann út íslenzka málfræði (Vejledning til det Islandske eller gamle Nordiske Sprog), sem kalla mátti byltingarrit, ekki aðeins í íslenzkri málfræði, heldur í málvísindum almennt, því að þar komu fyrst í ljós ýmsar nýstárlegar kenningar hans í málfræði, sem hann vann betur úr síðar og varð með því einn af brautryðjendum nútímamálvísinda. Rask starf- aði að því að búa orðabók Björns til prentunar á ámnum 1811—13, en það ár fór hann til íslands, og var þá orðabókin nær fullprentuð, en hún kom út 1814. Rask bætti nokkm við handrit Bjöms, en ekki er það mikið að vöxtum, enda var hann þá ekki orðinn eins gagnkunnugur íslenzku og síðar varð. Orðabók Björns Halldórssonar var stórkostleg framför á sínum tíma. Þetta er allstór bók, rúmar 1000 bls. tvídálkaðar, og geymir furðu mikinn orðaforða. Og það sem meira er, mjög verulegur hluti orðaforðans er úr mæltu máli, þó að sitthvað sé tekið úr fomum bókum. Hinsvegar var bókin samin svo snemma að í henni er ekki tekið tillit til þeirrar miklu nýsköpunar í ritmáli sem fram fór í 2) Ljósmyndir af báðum þessum orðabókum eru í eigu Orðabókar Háskólans. 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.