Andvari - 01.03.1969, Page 99
ANDVARI
ÍSLENZK ORÐABÓKARSTÖRF Á 19. ÖLD
97
merka orðabók Grunnavíkur-Jóns í Ámasafni, en að henni vann hann mikinn
hluta ævinnar, eða frá því um 1734 til æviloka (1779). En um báðar þessar orða-
bækur er það skemmst að segja að þær liggja enn óprentaðar og orðabókarhöf-
undar síðari tíma hafa lítið sem ekkert notað þær, þó að þær hafi gríðarlega
mikinn fróðleik að geyma.2
Enn má geta þess að til vom nokkur orðasöfn, misjafnlega merkileg, í út-
gáium nokkurra fornrita sem gefin voru út erlendis, og sænskur fræðimaður,
Verelius, lét semja orðasafn úr íslenzkum fornritum, sem komst á prent í lok
17. aldar. Allar þessar bækur sem nú hafa verið taldar áttu sammerkt í því að
vera í meira lagi óhentugar og ófullnægjandi sem íslenzkar orðabækur, enda fyrir
löngu ófáanlegar og í fárra höndum þegar komið var fram um aldamótin 1800.
Einn af mörgum sem fékkst við að semja íslenzka orðabók á 18. öld var séra
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal. Hann tók flestum starfsbræðmm sínum fram
í því að hann ætlaði sér af, hafði orðabókina ekki stærri í sniðum en svo, að
honum tókst að ljúka við handritið og senda það Árnanefnd árið 1786. Vísast
er að það hafi verið fyrir atbeina mágs hans, Jóns Ólafssonar Svefneyings, sem
hefur ætlað sér að koma bókinni á prent. Það dróst þó á langinn, því að fé
skorti til útgáfunnar, en loks tókst að fá tvo norska efnamenn til að ábyrgjast
kostnaðinn. í handriti Björns voru þýðingar eingöngu á latínu, en þegar farið
var að hugsa um útgáfu á bókinni var ákveðið að bæta við þýðingum á dönsku
og fengnir til þess nokkrir Hafnar-Islendingar; yfimmsjón verksins var falin
manni sem átti eftir að koma mjög við sögu íslenzkra málvísinda, en það var
Rasmus Christian Rask. Árið 1811 gaf hann út íslenzka málfræði (Vejledning
til det Islandske eller gamle Nordiske Sprog), sem kalla mátti byltingarrit, ekki
aðeins í íslenzkri málfræði, heldur í málvísindum almennt, því að þar komu
fyrst í ljós ýmsar nýstárlegar kenningar hans í málfræði, sem hann vann betur
úr síðar og varð með því einn af brautryðjendum nútímamálvísinda. Rask starf-
aði að því að búa orðabók Björns til prentunar á ámnum 1811—13, en það ár
fór hann til íslands, og var þá orðabókin nær fullprentuð, en hún kom út 1814.
Rask bætti nokkm við handrit Bjöms, en ekki er það mikið að vöxtum, enda var
hann þá ekki orðinn eins gagnkunnugur íslenzku og síðar varð.
Orðabók Björns Halldórssonar var stórkostleg framför á sínum tíma. Þetta er
allstór bók, rúmar 1000 bls. tvídálkaðar, og geymir furðu mikinn orðaforða. Og
það sem meira er, mjög verulegur hluti orðaforðans er úr mæltu máli, þó að
sitthvað sé tekið úr fomum bókum. Hinsvegar var bókin samin svo snemma að
í henni er ekki tekið tillit til þeirrar miklu nýsköpunar í ritmáli sem fram fór í
2) Ljósmyndir af báðum þessum orðabókum eru í eigu Orðabókar Háskólans.
7