Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 107

Andvari - 01.03.1969, Page 107
ANDVARI ÍSLENZK ORÐABÓKARSTÖRF Á 19. ÖLD 105 má ekld gleyma því að vegna þess orðaforða sem tekinn var upp úr íslenzku síðari alda kom bókin að meiri notum þeim enskumælandi mönnum sem leggja vildu stund á íslenzka tungu. Aður en Guðbrandur lauk við að búa orðabókarhandritið til prentunar höfðu komið út tvær minni orðabækur um forníslenzku. Eiríkur Jónsson, sem síðar varð varaprófastur á Garði, gaf út 1863 fomnorræna handorðabók. Hún hefur sjálfsagt að einhverju leyti stuðzt við söfn Konráðs, því að Eiríkur hafði verið einn af aðstoðarmönnum hans, síðustu árin sem hann vann að stóru orðabók- inni. Orðahók Eiríks tilfærði lítið sem ekki af dæmum, og fékk um sumt heldur ómilda dóma, þótti ekki nógu vel unnin, enda hvarf hún brátt í skuggann af stærri og betri orðabókum. Sama átti við um orðabók Norðmannsins Johans Fritzners, sem kom út 1867. Idún var ekki stór og henni var í mörgu ábótavant, en höfundurinn hélt þegar í stað áfram að auka söfn sín, unz hann gaf hókina út aftur meira en þrisvar sinnum stærri, en hún kom út í þremur bindum 1886 —96, og er enn sú orðabók sem flest dæmi hefur úr óbundnu máli fomnorrænu. En þessi orðabók var að öllu leyti unnin í Noregi, og íslendingar komu þar hvergi nærri, að öðru leyti en því að Fritzner notaði vitanlega þær orðabækur sem þá voru til á prenti, og hafði því full not þeirra starfa sem nú hefur verið sagt frá um hríð. Hér skulu ekki höfð fleiri orð um þessa bók, þó að hún hafi um langan aldur verið eitt helzta hjálpargagn þeirra sem við norræn fornrit fást. En hún verður ekki talin til íslenzkra orðabókarstarfa á 19. öld, þó að margir íslendingar hafi notað hana ótæpt og geri enn. En við verðum að hverfa aftur til Konráðs Gíslasonar. Eins og aðrir íslenzkir orðabókarmenn hafði hann fleiri járn í eldinum en fornmálsorðabókina. Um sama leyti og hann fór að vinna á vegum Cleasbys byrjaði hann að undirbúa dansk-íslenzka orðabók, í fyrstu með Jóhanni Halldórssyni, en hann dó áður en verkið var komið á verulegan rekspöl. Konráð sá eftir það einn um þetta verk og lauk við það svo að bókin kom út 1851. Áður hafði aðeins verið til á prenti htið dansk-íslenzkt orðakver sem Gunnlaugur Oddsson, síðar dómkirkjuprestur, gaf út árið 1819. Konráð var, eins og kunnugt er, mikill málhreinsunarmaður, cnda kemur það ljóst frarn í dönsku orðabókinni, og er vafalaust að hún er a. m. k. meðfram samin til þess að forðast dönskuslettur, festa íslenzkar þýðingar á mörg- um erlendum hugtökum sem nauðsynlegt var að nota í ræðu og riti. Hinsvegar var nýyrðasmíð ekki langt á veg komin með íslendingum á þessum árum, og Konráð auk þess vandlátur á orð, enda tók hann ekki nærri alltaf upp orð sem bjargazt var við í samtíð hans eða til voru á prenti. Oft leitaði hann til forn- málsins og studdist þá við orðasöfn sín, en býsna oft gafst hann upp við að þýða dönsku orðin beint, heldur skýrði hvað við væri átt, stundum með allmörgum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.