Andvari - 01.03.1969, Page 107
ANDVARI
ÍSLENZK ORÐABÓKARSTÖRF Á 19. ÖLD
105
má ekld gleyma því að vegna þess orðaforða sem tekinn var upp úr íslenzku
síðari alda kom bókin að meiri notum þeim enskumælandi mönnum sem leggja
vildu stund á íslenzka tungu.
Aður en Guðbrandur lauk við að búa orðabókarhandritið til prentunar höfðu
komið út tvær minni orðabækur um forníslenzku. Eiríkur Jónsson, sem síðar
varð varaprófastur á Garði, gaf út 1863 fomnorræna handorðabók. Hún hefur
sjálfsagt að einhverju leyti stuðzt við söfn Konráðs, því að Eiríkur hafði verið
einn af aðstoðarmönnum hans, síðustu árin sem hann vann að stóru orðabók-
inni. Orðahók Eiríks tilfærði lítið sem ekki af dæmum, og fékk um sumt heldur
ómilda dóma, þótti ekki nógu vel unnin, enda hvarf hún brátt í skuggann af
stærri og betri orðabókum. Sama átti við um orðabók Norðmannsins Johans
Fritzners, sem kom út 1867. Idún var ekki stór og henni var í mörgu ábótavant,
en höfundurinn hélt þegar í stað áfram að auka söfn sín, unz hann gaf hókina
út aftur meira en þrisvar sinnum stærri, en hún kom út í þremur bindum 1886
—96, og er enn sú orðabók sem flest dæmi hefur úr óbundnu máli fomnorrænu.
En þessi orðabók var að öllu leyti unnin í Noregi, og íslendingar komu þar hvergi
nærri, að öðru leyti en því að Fritzner notaði vitanlega þær orðabækur sem þá
voru til á prenti, og hafði því full not þeirra starfa sem nú hefur verið sagt frá
um hríð. Hér skulu ekki höfð fleiri orð um þessa bók, þó að hún hafi um langan
aldur verið eitt helzta hjálpargagn þeirra sem við norræn fornrit fást. En hún
verður ekki talin til íslenzkra orðabókarstarfa á 19. öld, þó að margir íslendingar
hafi notað hana ótæpt og geri enn.
En við verðum að hverfa aftur til Konráðs Gíslasonar. Eins og aðrir íslenzkir
orðabókarmenn hafði hann fleiri járn í eldinum en fornmálsorðabókina. Um
sama leyti og hann fór að vinna á vegum Cleasbys byrjaði hann að undirbúa
dansk-íslenzka orðabók, í fyrstu með Jóhanni Halldórssyni, en hann dó áður en
verkið var komið á verulegan rekspöl. Konráð sá eftir það einn um þetta verk
og lauk við það svo að bókin kom út 1851. Áður hafði aðeins verið til á prenti
htið dansk-íslenzkt orðakver sem Gunnlaugur Oddsson, síðar dómkirkjuprestur,
gaf út árið 1819. Konráð var, eins og kunnugt er, mikill málhreinsunarmaður,
cnda kemur það ljóst frarn í dönsku orðabókinni, og er vafalaust að hún er a. m. k.
meðfram samin til þess að forðast dönskuslettur, festa íslenzkar þýðingar á mörg-
um erlendum hugtökum sem nauðsynlegt var að nota í ræðu og riti. Hinsvegar
var nýyrðasmíð ekki langt á veg komin með íslendingum á þessum árum, og
Konráð auk þess vandlátur á orð, enda tók hann ekki nærri alltaf upp orð sem
bjargazt var við í samtíð hans eða til voru á prenti. Oft leitaði hann til forn-
málsins og studdist þá við orðasöfn sín, en býsna oft gafst hann upp við að þýða
dönsku orðin beint, heldur skýrði hvað við væri átt, stundum með allmörgum