Andvari

Årgang

Andvari - 01.03.1969, Side 133

Andvari - 01.03.1969, Side 133
ANDVARI FULLVELDIÐ FIMMTUGT 131 segja, að lífskjör á íslandi séu svipuð og á hinum Norðurlöndunum. Mörgum hefur fundizt þetta vera í ósamræmi við lögmál stórreksturs og fjöldaframleiðslu. En svo er þó ekki. Þótt Islendingar séu lítil þjóð, hefur þeim samt tekizt að verða stórir á mjög takmörkuðu sviði, þ. e. í sjávarútvegi, þar sem þeir beita fullkomn- um veiði- og vinnsluaðferðum og eru tiltölulega stór aðili á takmörkuðum mark- aði. Skýringin á hinum gífurlegu lífskjarabótum íslendinga á þessari öld er því síður en svo í nokkru ósamræmi við það, sem er oft kallað lögmál stórreksturs og stórra markaða, heldur hafa lífskjörin þvert á móti batnað í jafnríkum mæli og raun ber vitni vegna þess, að íslendingar hafa breytt í samræmi við þessi lögmál. Hitt er svo annað mál, að sjórinn er takmarkað forðabúr, eins og önnur náttúru- auðæfi. Enn er að vísu unnt að auka aflamagnið og auka verðmæti aflans með bættum vinnsluaðferðum og lækka framleiðslukostnað með aukinni framleiðni. En þó er óhætt að fullyrða, að íslenzkur sjávarútvegur getur ekki um langan aldur enn verið höfuðstoð bættra kjara mjög vaxandi fólksfjölda á íslandi. Þess vegna beinist athyglin nú í vaxandi mæli að hagnýtingu annarra náttúruauðæfa landsins, en þar er fyrst og fremst um að ræða orku fallvatna og vatns- og gufu- hvera. Aðeins um það bil 3% af virkjanlegri vatnsorku er hagnýtt, og er þó raf- magnsnotkun á mann meiri á íslandi en í flestum löndum Evrópu. Álíka mikil orka er unnin úr heitum hverum og fyrst og fremst notuð til hitunar húsa og gróðurhúsaræktar. Þessar ónotuðu orkulindir er nú einkum rætt um að nota sem orkugjafa fyrir álvinnslu og ýmiss konar efnaiðnað, en svissneskt fyrirtæki er nú að reisa álverksmiðju á íslandi, og fær hún raforku frá nýju orkuveri, sem ríkið er að reisa. Stóriðnaði til útflutnings verður varla komið á fót á íslandi án erlends fjármagns og tækniþekkingar erlendra aðila. Fyrir jafnfámenna þjóð og íslend- inga hefur slíkt margvísleg vandamál í för með sér. Þess vegna verður eflaust ekki lögð einhliða áherzla á að koma shkum iðnaði á fót á skömmum tíma, heldur ekki síður að efla ýmiss konar smáiðnað, sem hagnýtt getur faglært, sér- hæft vinnuafl. En það er ekki aðeins varðandi framleiðsluna sjálfa, að um mikil vandamál er að ræða, heldur einnig á sviði viðskipta við önnur lönd. Það er höfuðhags- munamál Islendinga að fá sem frjálsust skilyrði til þess að selja fiskafurðir sínar á sem stærstum mörkuðum. Hins vegar veldur smæð íslenzka efnahagskerfisins og margs konar sérstaða því, að náin tengsl við stórar efnahagsheildir hafa í för með sér ýmiss konar vanda. Bandaríkin, Bretland, Sovétríkin og Þýzkaland eru helztu viðskiptaríki íslendinga. Ef EFTA-löndin eru tekin sem heild, er þau aðalvið- skiptasvæðið, með um 40% utanríkisviðskiptanna. Viðskiptin við Efnahagsbanda- lagslöndin eru um 20% utanríkisviðskiptanna. Á síðari árum hafa íslendingar haft vaxandi áhyggjur af því, að þeir einangrist frá viðskiptaþjóðum sínum í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.