Andvari - 01.03.1969, Síða 133
ANDVARI
FULLVELDIÐ FIMMTUGT
131
segja, að lífskjör á íslandi séu svipuð og á hinum Norðurlöndunum. Mörgum
hefur fundizt þetta vera í ósamræmi við lögmál stórreksturs og fjöldaframleiðslu.
En svo er þó ekki. Þótt Islendingar séu lítil þjóð, hefur þeim samt tekizt að verða
stórir á mjög takmörkuðu sviði, þ. e. í sjávarútvegi, þar sem þeir beita fullkomn-
um veiði- og vinnsluaðferðum og eru tiltölulega stór aðili á takmörkuðum mark-
aði. Skýringin á hinum gífurlegu lífskjarabótum íslendinga á þessari öld er því
síður en svo í nokkru ósamræmi við það, sem er oft kallað lögmál stórreksturs og
stórra markaða, heldur hafa lífskjörin þvert á móti batnað í jafnríkum mæli og
raun ber vitni vegna þess, að íslendingar hafa breytt í samræmi við þessi lögmál.
Hitt er svo annað mál, að sjórinn er takmarkað forðabúr, eins og önnur náttúru-
auðæfi. Enn er að vísu unnt að auka aflamagnið og auka verðmæti aflans með
bættum vinnsluaðferðum og lækka framleiðslukostnað með aukinni framleiðni.
En þó er óhætt að fullyrða, að íslenzkur sjávarútvegur getur ekki um langan
aldur enn verið höfuðstoð bættra kjara mjög vaxandi fólksfjölda á íslandi. Þess
vegna beinist athyglin nú í vaxandi mæli að hagnýtingu annarra náttúruauðæfa
landsins, en þar er fyrst og fremst um að ræða orku fallvatna og vatns- og gufu-
hvera. Aðeins um það bil 3% af virkjanlegri vatnsorku er hagnýtt, og er þó raf-
magnsnotkun á mann meiri á íslandi en í flestum löndum Evrópu. Álíka mikil
orka er unnin úr heitum hverum og fyrst og fremst notuð til hitunar húsa og
gróðurhúsaræktar. Þessar ónotuðu orkulindir er nú einkum rætt um að nota sem
orkugjafa fyrir álvinnslu og ýmiss konar efnaiðnað, en svissneskt fyrirtæki er nú
að reisa álverksmiðju á íslandi, og fær hún raforku frá nýju orkuveri, sem ríkið
er að reisa. Stóriðnaði til útflutnings verður varla komið á fót á íslandi án erlends
fjármagns og tækniþekkingar erlendra aðila. Fyrir jafnfámenna þjóð og íslend-
inga hefur slíkt margvísleg vandamál í för með sér. Þess vegna verður eflaust
ekki lögð einhliða áherzla á að koma shkum iðnaði á fót á skömmum tíma,
heldur ekki síður að efla ýmiss konar smáiðnað, sem hagnýtt getur faglært, sér-
hæft vinnuafl.
En það er ekki aðeins varðandi framleiðsluna sjálfa, að um mikil vandamál
er að ræða, heldur einnig á sviði viðskipta við önnur lönd. Það er höfuðhags-
munamál Islendinga að fá sem frjálsust skilyrði til þess að selja fiskafurðir sínar á
sem stærstum mörkuðum. Hins vegar veldur smæð íslenzka efnahagskerfisins og
margs konar sérstaða því, að náin tengsl við stórar efnahagsheildir hafa í för með
sér ýmiss konar vanda. Bandaríkin, Bretland, Sovétríkin og Þýzkaland eru helztu
viðskiptaríki íslendinga. Ef EFTA-löndin eru tekin sem heild, er þau aðalvið-
skiptasvæðið, með um 40% utanríkisviðskiptanna. Viðskiptin við Efnahagsbanda-
lagslöndin eru um 20% utanríkisviðskiptanna. Á síðari árum hafa íslendingar
haft vaxandi áhyggjur af því, að þeir einangrist frá viðskiptaþjóðum sínum í