Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 20

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 20
18 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVAIU Fyrsta bókin í þessum flokki, Bókasafni ÞjóSvinafélagsins, kom út árið 1924. Var það Mannfræði eftir R. R. Marett í þýðingu Guðmundar Finnboga- sonar. Þetta var hið merkasta rit og fjallaði um efni, sem athygli almennings á íslandi hafði ekki fyrr verið vakin á. Bókin varð fyrirmynd síðari bóka í flokkn- um að broti og frágangi, 8 + 192 bls. í 8vo broti og upplag 2400 eintök. Næstu tvær bækurnar í flokknum komu út vorið 1925: Varnarræða Sókra- tesar eftir Platon í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar og umsjá Sigurðar Nor- dals og Máttur manna eftir William James í þýðingu Guðmundar Finnbogason- ar, Ólafs Marteinssonar, Sigurðar Kr. Péturssonar og Sigurðar Nordals. Upplag hvorrar bókar var 2400 eintök. Árið 1926 bættist fjórða bókin í salnið, þ. e. fyrri hluti hennar: Svefn og draumar eftir Björgu Þorláksdóttur, en síðari ldutinn kom út árið 1928. Fimmta bókasafnsritið kom einnig út í tvennu lagi eða 1927 og 1928. Var það 1 norðurveg eftir Vilhjálm Stéfánsson, þýtt af Baldri Sveinssyni. Var upp- lag 'hennar vitund stærra en fyrri bóka í flokknum eða 2600 eintök. Árið sem síðari hlutar fyrr nefndra tveggja rita konru út, birtist líka sjötta bókin í safninu: Germanía eftir Tacítus í þýðingu Páls Sveinssonar. Þá verður nokkurt hlé á útgáfu bókasafnsritanna, meðan Þjóðvinafélagið sneri sér að öðru viðfangsefni. Þannig var mál með vexti, að á aðalfundi félagsins vorið 1927 samþykkti alþingi í einu hljóði (24 voru á fundi): „Alþingi ályktar að skora á stjóm Þjóðvinafélagsins að gera fyrir næsta þing ráðstafanir til að rituð verði full- kornin ævisaga Jóns Sigurðssonar og til þess vandað svo sem samboðið er rninn- ingu forsetans." Samþykkt þessi varð tilefni sérstaks fundar félagsstjórnar með alþingi. Var hann haldinn 19. marz 1929, og sátu hann 84 þingmenn. „Fundarefni var að taka ákvörðun um útgáfu sögu Jóns Sigurðssonar. Forseti félagsins skýrði frá því, að rit þetta væri til taks, rakti tilhögun þess og gat þess, að stjórn félagsins ætlaðist til þess, að útgáfa ritsins yrði hafin í ár á vegum félagsins. En með því að hann væri sjálfur höfundur ritsins, taldi hann ekki við eiga, að hann skammtaði sér sjálfur ritlaun, og mæltist til þess, að alþingi sem er yfirstjórn félagsins, tilnefndi menn að semja við sig um þau.“ Það varð úr, að forsetum alþingis var falið að semja við dr. Pál, og sama dag undirrituðu Magnús Torfason, Guðnrundur Ölafsson og Benedikt Sveins- son samninginn. Páll átti að fá „af fyrsta þúsundi ritsins lukt af félaginu 75 kr. á örk, af öðru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.