Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 24

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 24
22 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVARI Að endingu skal það tekið fram, að allt fór þetta fram munnlega í milli mín og bréfritarans. Skriflegt og endanlegt liggur ekkert fyrir um mál þetta fyrr en nú. ...“ Það varð úr, að stjórnarmenn ákváðu að huga betur að máli þessu, og skyldu þeir lesa bandrit Helga í ákveðinni röð. Næst ber rit Helga á góma í fundargerð frá 29. jan. 1935, en þá er þetta bókað: „... I samræmi við umr. á síðasta fundi var gerð eftirfarandi samþykkt: Með því að hr. fiskifulltrúi Helgi P. Briem hefur boðizt til að breyta til- boði sínu á þá leið, að bók sú, sem hann hefur boðið félaginu, komi ekki út á vegum þess fyrri en með ársbókum árið 1936, þá samþykkir stjórn félagsins að ganga að tilboði hans að því tilskildu: 1. að bókin sé afhent til félagsins eigi síðar en í maí 1936. 2. að sala hennar í bókabúðum hefjist eigi fyrri en um leið og bækurnar eru útsendar til félagsmanna. 3. að félagið greiði 5000.00 kr. fyrir 1300 eintök, enda fái það hvert eintak, er Iþað kynni að þurfa að auki til félagsmanna sinna 1936, fyrir 4.00 kr., allt að 50 eint. Idelgi P. Briem var viðstaddur á fundinum og gekk að þessum kostum. ...“ Gre'nilegt virðist, að í þessu máli hafi forseti verið borinn ráðum eða hann verið knúinn til þess að slaka til. Mun það hafa verið honum nýstárleg reynsla í félaginu og honum ekki hugnað það alls kostar. Hann átti nú að baki langan feril í þjónustu og forystu Þjóðvinafélagsins, og má hann auk Tryggva Gunn- arssonar teljast sá, sem mestan hlut átti í, að félagið var enn lífs. Oðrum fremur hafði dr. Páll hrifið félagið upp úr örbirgð og basli og komið því til nokkurs gengis á ný. Hitt er annað mál, að fáum hentar að staðnæmast of lengi í stjórn lifandi og starfandi félagsskapar; kunna báðii aðilar að skaðast á því, maður og félagsskapur. Eitt er víst: Þjóðvinafélagsins verður ekki minnzt fyrstu öld þess, svo að dr. Páll sé ekki nefndur með til- hlýðilegri virðingu. Það kann að hafa st.iöið í sambandi við þessi væntanlegu umskipti, sem táknuðu tímamót í sögu félagsins, að Barði Guðmundsson bar fram svo hljóð- andi tillögu: „Þar eð svo er ákveðið i löguin Ilins íslenzka þjóðvinafélags, II. kafla 2. gr. 2. tölul., að forstöðunefnd félagsins hafi á hendi „aðalstjórn og yfirumsjón allra félagsmála”, þá geri ég það að tillögu rninni, að þegar í stað verði komið á verkaskiptingu innan forstöðunefndarinnar, þannig að kosnir verði gjaldkeri og ritari, sem ásamt forseta félagsins annist dagleg stjórnarstörf."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.