Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 93
ANDVARI
RÆÐUMENNSKA JÓNS SIGURÐSSONAR
91
1857:
„ÞaS er ánægjulegt fyrir oss, háttvirtu alþingismenn, aS vér getum
glatt oss viS, aS land vort hefir tekiS og tekur framförum aS vonum; þaS
er gleSilegt, aS vér sjáum þau bönd Josna fleiri og fleiri, sem halda oss
utan aS, og þau hafa losnaS ekki fá á þessu tíma'bili, síSan alþing kom á.
Nú kemur aS því, aS vér smásaman lærum aS leysa hin innri böndin, sem
liggja enn á sjálfum oss, tortryggnina og vantraustiS á sjálfum oss, aS vér
getum framkvæmt hiS góSa. En einnig í þessu miSar oss nokkuS áfram, og
ég þykist viss um, aS hver ySar getur sagt meS sjálfum sér, aS hann héfir
sem alþingismaSur reynt aS stySja þetta éftir megni. ÞaS er engum af oss
unnt, aS gjöra allt einn, en þaS er forn málsháttur, aS „tekst, þegar tveir
vilja“, og í þessari kröftugu sameining viljans liggur a-fl til framkvæmd-
anna. Þess vegna hefir hver þingmaSur gleSiefni í því, þegar hann hefir
aS sínu leyti átt þátt í aS koma fram nokkru því, sem miSar áleiSis.
Látum nú þjóS vora dæma um störf vor á þessu þingi; þau hafa
hvorki veriS mjög fá né mjög auSveld; hversu þau eru leyst af hendi og
hver afdrif þeirra verSa, mun reynslan sýna, en 'þaS er víst, aS þingiS hefir
sýnt allan vilja í, aS þau færi sem bezt úr hendi og gæti orSiS sem affara-
bezt fyrir land og lýS.“
Um lok hins síSasta þings, er Jón sat, 30. ágúst 1877, segir svo í þingtíS-
indum:
Forseti bar upp þá uppástungu, aS þingiS gæfi honum heimild til, þá er
hann kæmi til Kaupmannahafnar nú í haust, aS leita samtals viS Hans Hátign
konunginn og færa honum kveSju þingsins og beztu óskir, og var þaS samþykkt
í einu 'hljóSi.
Þessi voru síSustu orS Jóns SigurSssonar á alþingi.
Efnisski'pun og rökfærsla.
Eitt af því, sem einkennir ræSur Jóns SigurSssonar, einkum þær umfangs-
mestu, er hin röksamlega niSurröSun efnisins. Hvert málsatriSiS rekur annaS í
róttri, eSlilegri röS, og hverju þeirra eru gerS skil, áSur en snúiS er aS hinu næsta.
„Stóra ræSan“ 'frá 1869 er gott dæmi um skýra og rökfasta efnisskipun.
1. LJpphaf ræSunnar er jressi spurning: Til hvers erum vér aS ræSa þetta mál?
ÞaS er til þess aS semja um nýja stjórnarskipun handa þessu landi.
Hvernig á þessi stjórnarskipun aS vera?
Hún verSur aS vera löguS eftir þörfum lands vors, eftir þjóSlegum rétti