Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 104

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 104
102 CHR. MATRAS ANDVARI Inigasemdum fyrir stéttalþingið í Hróarskeldu (Roskilde Stænderforsamling), og þaðan í írá réð það slcöpum um þróun færeysks máls, bæði beint og óbeint. Það kemur fuaim í tíðindum frá stéttaþinginu 1844 — og um það er okkur einnig kunnugt annais staðar frá —, að almenningur í Færeyjum tók þessu frum- varpi með mikilli andúð. Viðbrögðin stöfuðu ekki einungis af íhaldssamri eðlis- ávísun almennings — sem sé andúð á iþví lað skólaskylda ætti að leysa af hólmi frjálsari kennslu á heimilunum eða kennslu bóklæsra manna í byggðunum —, heldur ekld eingöngu af ótta við fjárhagsbyrðar sem skólakerfið mundi leggja á færeyskt bændasalmfélag, heldur stafaði andstaðan einnig af því, að minnsta kosti hjá sumum, að þeir óttuðust að samþykkt frumvarpsins og gildistaka þess mundi hafa í för með sér skipulagða dönskun málsins. Þetta síðast talda atriði hafði að vísu í fyrstu ekki fjarska mikið að segja, en það kemur þeim mun skýrara fram hjá áhangendum 'hins „gnmdtvigska" skandínavisma, sem töluðu máli Færeyinga í skólamálunum, — og hjá Færeyingum, slíkum sem stud. theol. V. U. Flammershaimb. Hammershaimb skrifaði grein undir nafninu „Færeyingur" í „Kjöbenhavns- posten“ (19. desember 1844) með fyrirsögninni „Det fær0iske Sprog“. Flún hefst á þessa leið: „Þegar ég las hið konunglega uppkast iað almenningsskólakerfi í Færeyjum hlaut það að valda mér sársauka, svo sem sérhverjum Færeyingi sem ann fcðurlandi sínu og móðurmáli, lað sjá hvaða tökum menn hafa hugsað sér að taka færeyska tungu.“ Því næst er sýnt fram á 'hve þeir sem tóku þátt í um- ræðum á stéttaþinginu (jafnvel hinir vinveittu) voru ófróðir „um eðli færeyskrar tungu og samband hennar við dönsku“, þar sem iþeir tala um færeysku sem mál- lýzku og eiga þá í raiuninni við danska mállýzku. Hann neitar því ekki að fær- eyska hafi á liðnum tímum tekið upp mörg dönsk, eða réttara sagt þýzk-dönsk orð, þar sem „dönsku hefur í unr það bil 300 ár verið neytt upp á Færeyinga bæði sem kirkjumáli og réttarmáli“, en fullyrðir þó að málið 'hafi þegar á allt er litið varðveitt fornnorrænt eðli sitt. En þótt einangruð þjóð sem er ekki nema 7—8000 manns, 9egir hann ennfrcmur, geti ekki gert ráð fyrir að skapa neinar mikilfenglegar bókmenntir, þá eiga Færeyingar þó í hinurn mikla fjársjóði sín- um af hetju- og þjóðkvæðum „varðveizlustað málsins". Hann nefnir einnig þýð- ingu J. H. Sohr0ters á Færeyinga sögu (1832) sem „verðugan fulltrúa málsins eins og það er“. Og greininni lýkur með þessum orðum: „Þar sem danskan hefur svona lengi verið kirkjumál og ritmál Færeyinga eru þeir orðnir því svo vanir, að þeir leiða ekki hugann að hve snúið það ástand er að hafa annað ritmál en það sem fólkið talar. Á meðan þetta hefur gengið sinn vanagang hafa Færey- ingar sætt sig við það, en eigi að gera færeyskuna ennþá ánauðugri en hún hefur hingað til verið, get ég ekki annað séð en að Færeyingar muni komast að þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.