Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 83
ANDVAM
RÆÐUMENNSKA JÓNS SIGURÐSSONAR
81
Jón SigurSsson undirbjó ræður sínar svo vel og vandlega, að þær báru oft
mikinn svip af ritgerðum hans. En hann var ekki síður snjall í svarræðum. Þar
nýtur sín hin einstæða þekking hans á þjóðmálum og'hin skarpa og skýra hugsun.
Stundum fá orð hans meira líf og fjör en í frumræðum. En hér kennir einnig
oft skaphitans, og kappið í sókn og vörn fer ekki fram hjá neinum.
Á fyrsta þinginu, 1845, má þegar finna skýr og skemmtileg dæmi um rök-
fimi Jóns og sóknarhug í orðræðum við konungsfulltrúa.
Jón var framsögumaður urn frjálsa verzlun. Hélt hann fast fram fornum rétt-
indum landsmanna og mælti:
„Það mun einnig vera kunnugt hér mörgum þingmönnum, að þegar
Hinrik Bjelke tók hér eiða af mönnum, konungs vegna, þá lofaði hann því
af konungs hendi hátíðlega, að menn skyldu hér á landi halda fornum
réttindum sínum sem áður. Þetta hafa allir menn hér tekið sem konung-
legt orð.“
Konungsfulltrúi svaraði því til, að hann efaðist mjög um, að Bjelke hafi gefið
það loforð. En þó hann hefði gefið þetta loforð, þá hefði það í þessu máli enga
þýðingu, þar eð verzlunarréttindi íslands væru stórum rýmri en þau voru, þá er
Hinrik Bjelke var á dögum.
Jón svaraði:
„Til þess, sem hinn háttvirti konungsfulltrúi sagði fyrir skemmstu um
loforð Hinriks Bjelke, verð ég að svara, að það mun hverjum ljóst, hvort
menn muni hafa talið einokun verzlunarinnar meðal fornra réttinda, sem
menn vildu halda, eður ekki.“
Á alþingi 1953 kom Runólfur Olsen á Þinðeyrum sem varaþingmaður fyrir
hönd Húnvetninga, en aðalþingmaður Húnvetninga, Jósef Skaftason læknir,
sótti þingið ekki, vegna þess að Pétur amtmaður Havstein hafði bannað honum
þingsetu. I upphafi þings sagði Jón Sigurðsson, að hann hefði heyrt, að vafi
léki á um kosningu varaþingmannsins, hvort hún væri lögleg. Vissir formgallar
reyndust á kosningunni, og var kjörbréf hans að lokum fellt eftir allmiklar og
harðar umræður; en í rauninni snerist þetta mál ekki fyrst og fremst um lögmæti
kosningar varaþingmannsins, heldur um bann amtmanns við þingsetu læknisins.
Rúnólfur Ólsen flutti bráðskemmtilega ræðu, og er hér birtur kafli úr henni:
„Hvað mér sjálfum viðvíkur, fann ég það strax 1844, að ég aldrei gæti
orðið minni ástkæru fósturjörð að liði sem þingmaður, því þar til hef ég
enga hæfilegleika. En þar á rnóti get ég ei sagt, að fjárhagur minn sé svo
6