Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 47

Andvari - 01.01.1971, Blaðsíða 47
ANDVAHI HAGIR JÓNS OG HÆTTIR 45 Var húsaleiga hans iþá fyrst, 1846-7, 190 rd. um árið, en 200 rd. eftir það, þar til er hann fluttist í Ostervold 8; þar var húsaleiga fyrst 300 rd. um árið, en hækkaði lítið eitt síðar og var frá 1861 til æviloka Jóns 320 rd. eða 640 kr. um árið, sem sjá má af reikningasöfnum Jóns1) og hin síðustu ár af reikningabókum hans.2) Nú var Jóni þörf að auka tekjur sínar eða festa þær að minnsta kosti. Varð honurn þá fyrst helzt að Mfca í þá átt, er latínuskólinn var heirna á íslandi, og þá verður þess vart, að hann langar „til að vera heima“,s) og nefnir það stundum í bréi’um sínum næstu ár. Má vera, að sú löngun hafi kviknað í honum, er hann kom heim 1845, því að svo fer oft um menn, er lengi hafa verið fjarvistum frá föðurlandi sínu, að þeir vita lítt aif heimþrá að segja, fyrr en eftir að þeir hafa komið heim aftur fyrsta sinni. Og unað hafði Jón sér vel í útlöndum fram að þessu, að því er virðist, svo að eklci ber á heimfýsi hans fyrr. En að latínuskól- anum átti Jón að eiga heina braut, ef lrann vildi, fyrir sakir viðbúnaðar síns um nám og menntunar þeirrar, er hann hafði áflað sér og heinlínis var kennurum ætluð; hér til drógu og yfirburðir hans að öðru leyti, enda þókti beztu mönnum hann kjörinn til þess starfs og þá helzt til yfirstjórnar í skólanum, sem fyrr segir. Voru um þessar mundir breytingar miklar í aðsigi í skólanum, flutningur fyrir dyrum frá Bessastöðum. Létu beztu menn sig miklu skipta það mál allt, rituðu um það bréf og ritgerðir, og rigndi niður tillögum hvaðanæva.4) Jón sat hér ekki hlutlaus heldur, enda hefir liann í öndverðu ætlað sér þetta að lífsstarfi, kennslu í latínuskólanum. Þegar 1842 ritaði hann um skólamál; birti hann þá grein í öðrum árgangi Nýrra félagsrita og gerði grein fyrir tillögum þeim, er honum þóktu bezt henta til umbóta, sem lýst verður á sínum stað. Og þegar nú til þess kom, að staða yrði þar laus, sókti Jón um, þegar árið 1844, að því er ráða má af bréfi hans til Sveinbjamar Egilssonar, dags. 1. okt. það ár.5 6) Jón þóktist þó ekki að bættari, nema hann yrði yfirkennari, enda voru tekjur hans þá eigi rninni en svaraði launum, er þá fylgdu þeirri stöðu, og hefir bann beint skorðað umsókn sína við það embætti, erhann sókti 1846.°) En Jress var ekki að vænta þá, að Jón fengi það embætti, eins og á stóð. Verðleikamaður, sem lengi hafði verið kenn- ari í skólanum, Dr. Elallgrímur Scheving, hlaut embættið, og var ekkert viðlit, að gengið yrði fram hjá honum. En vafalaust rnyndi Jóni ekki þá hafa verið 1) Þjskjs. 2) Skiftekomm. Ark. 3/903 3 D, fskj. 9 (nú varðveitt í Þjskjs.). 3) Bréf JS. 1911, bls. 100. 4) Sbr. t. d. ÍB. 50 fol. 5) Lbs. 301 8vo. 6) Bréf JS. 1911, bls. 91, 96, 100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.