Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 6
4
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
ANDVARl
ólík um margt. Jónas var meðalmaður á vöxt og þó naumlega, vel vaxinn,
kreyiingar léttar og fjaðurmagnaðar. Hann var ágætlega greindur, hagorð-
ur vel, en ílíkaðí lítt, frábært prúðmenni, háttvís og fágaður í framkomu
og samskiptum við aðra, hverjum manni ljúfari. Rösklega tvítugur fór
hann til smíðanáms á Akureyri og var þar rúmt ár, en hvarf þá til Kaup-
inannahafnar til fyllra náms í húsasmíði og lauk því með lofi á tveimur
árum. Það var ekki algengt á þeim árum, að ungur maður, eignalaus og
af engum studdur, færi utan til verknáms i þeirri grein sem hugurinn
stóð til. Til þess þurfti bæði viljafestu og óhvikult áræði. Að lokinni Hafn-
ardvöl kom Jónas heim og stundaði síðan húsasmíðar norðanlands frain á
garnals aldur. Var hann jafnan talinn með beztu smiðum, tiltakanlega
vandvirkur og smekkvís.
Jónas var ungur að árum smali á Víðivöllum og gætti ásáuða. Hann átti
þá heima hjá foreldrum sínum í Grundarkoti í Blönduhlíð. 1 hjásetunni
reisti hann fyrsta hús sitt, smalabyrgi, porthyggt með tveim kvistum. Um
það bil 60 árum síðar reisti hann síðasta íbúðarhúsið með Pétri syni sín-
um á Sauðárkróki, og var þaö mjög í sama stíl og smalabyrgið forðum.
Pálína á Syðri-Brekkum var í hærra lagi á vöxt, væn kona og fríð sýn-
um, mikilhæí til geðs og gerðar, einstök höfðingskona, miðlaði öðrum
trúnaðartrausti, birtu og yl af ótæmandi auði síns heita hjarta. Hún nam
ljósmóðurfræði á Akureyri, stundaði síðan ljósmóðurstörf í hálfa öld og tveim
árum betur og naut alla stund óskoraðrar giftu í starfi. Hún var garpur
dugleg, kjarkmikil og djörf og lét eigi fyrir standa veðraham, vatnavexti né
veikan ís, er sótt var til sængurkonu. Hún var gædd óvenjulegu þreki, and-
lega jafnt sem líkamlega, lífsfjöri og lítsgleði og hafði einstakt lag á að koma
öllum í gott skap, þeim er i návist hennar voru. Hún var vinföst og trygg-
lynd gæðakona. Þrátt fyrir efnalega fátækt átti Pálína ævinlega eitthvað
til að gefa þeim sem ekkert áttu. Greiðasemi liennar og fórnarlund var
fágæt.
Sögu þá, sem hér fer á eftir, sagði Hermann fyrir allmörgum árum.
Það var eitt sinn á hörðu vori að matbjörg var lítil á Brekkum. Her-
mann var þá innan við fermingu. Pálina kemur að máli við son sinn og
biður hann að slrreppa ut í Hofsstaði til Björns bónda Péturssonar, föður
síns, og biðja lrann að lána sér mjöllmefa í poka, en Björn bóndi, faðir
Pálínu, átti jafnan gnóttir alls, enda maður stórríkur á þeirra tíma vísu.
Hermann var með úrtölur, en fór þó og eigi með góðu, kvað þá för
verið laafa eina hina erfiðustu, er farið hefði um dagana. Það særði