Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1978, Side 10

Andvari - 01.01.1978, Side 10
8 HALLDÓR KRISTJÁNSSON ANDVARI II Hermann Jónasson fór til náms í Gagnfræðaskólann á Akureyri 17 ára gamall haustið 1914. Hann hafði húið sig undir skólanámið með því að fá tilsögn hjá Konráði Arngrímssyni bónda á Ytri-Brekkum. Hann var kvæntur móðursystur Hermanns, gamall Möðruvellingur, góður kennari ov málamaður. O _ Aður en Hermann hóf skólagöngu, stundaði hann alla sveitavinnu heima í Brekkunr. Eftir að skólanám hófst, stundaði hann vinnu utan heim- ilis þar sem bauðst og þó helzt í heimahögum, kaupavinnu, vegagerð, hrú- arvinnu. Til að drýgja tekjur sínar heyjaði hann stundum heima um helg- ar, sló þá forir og kíla neðan við túnið, þar sem að vísu var nóg gras, en engurn hesti fært sakir rótleysis. Bar Hermann heyið á bakinu upp á túnið. Þetta hey seldi hann svo. Hann vandist snemma á að hjargast á eigin spýt- ur. Hermann settist í fyrsta bekk Gagnfræðaskólans, var þar þrjá vetur og lauk gagnfræðaprófi vorið 1917. Þó að hann væri góður námsmaður, fór rneira orð af líkamlegu atgjörvi hans í skólanum. íþróttakennari skólans var Lárus Rist. Hann var meira en áhugamaður um líkamsrækt. Hann var liugsjónamaður. Frímann Helgason segir svo í bók sinni Keppnismenn: ,,Svo var það önnur íþrótt sem ungir drengú' stunduðu mikið þarna í Skagafirði á þessum árum, en það voru svokölluð „lausatök". Var þetta vinsæl íþrótt meðal strákanna og til hennar gripið í tíma og ótíma. Gat oft svo skipazt, ef tveir voru sarnan komnir, að tekizt væri á um stundar- sakir, og eins ef margir voru í hóp saman. Þessi tegund átaka, eða þessi íþrótt eins og það var kallað, hafði sínar vissu reglur, t. d. mátti ekki beita fantatökum eða berja mótstöðumanninn. Hins vegar mátti, eins og nafnið bendir til, taka á andstæðingnum hvar sem var. Oft var mikið kapp í þess- um leik, og kom þar að mestum notum snerpa, fimi og svo líkamsorka. Aldrei kom til neinna meiðsla í þessunr átökum, og aldrei var gripið til fantabragða. Ekki urðu menn missáttir út af úrslitum, þetta var eins og hver önnur glíma, þar sem hinn sigraði varð að una við sitt hlutskipti, og að hrjóta reglurnar þótti ódrengilegt og lúalegt. Þetta var mikil þjálfun fyrir þá sem tóku þátt í leiknum, og þetta var ekki svo sjaldan, því víða var hægt að hasla sér völl, ef menn hittust. I þessari íþrótt náði Hermann mjög góðunr árangri, fengu engir á hans reki komið honum undir, og það þótt stærðarmunur væri mikill og mót- herjinn talinn kraftameiri. Komu honum þá að góðu haldi meðfæddu kost-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.