Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1978, Side 15

Andvari - 01.01.1978, Side 15
ANDVARI HERMANN JÓNASSON 13 og kennslumál. Hann vildi ýmsu breyta og þótti víða ástæða til að skipta urn menn í störfum. Það var þó ekki þægilegt, þar sem embættismenn voru skipaðir ævilangt. Gerð var breyting á embættum bæjarfógeta og lögreglu- stjóra í Reykjavík og þeim skipt i þrennt. Nú átti lögreglustjóri að vera héraðsdómari i sakamálum og almennum lögreglumálunr. Jafnframt þessu skipaði Jónas Jónsson Hermann Jónasson lögreglustjóra í Reykjavík frá 1. janúar 1929. Fór hann utan til Norðurlanda og Þýzkalands vorið 1928 til að kynna sér lögreglumál og lögreglustjórn, áður en liann tæki við embætti. 1 janúar 1930 voru kosningar í bæjarstjórn. Kjörtímabil bæjarfulltrúa var áður sex ár, og var þriðjungur þeirra kosinn í einu, svo að kosningar voru annað hvert ár. Nú skyldi samkvæmt nýjurn lögum kjósa bæjarstjórn alla í einu til fjögurra ára og kosningaaldur vera 21 ár. Framsóknarflokkurinn bauð fram til bæjarstjórnar í Reykjavík. Her- mann Jónasson lögreglustjóri var í fyrsta sæti, en næst honurn var Páll Eggert Olason og Aðalbjörg Sigurðardóttir. Listinn fékk tvo menn kjörna. Hermann hafði engin afskipti haft af stjórnmálum opinberlega áður. Því munu fáir hafa vitað um skoðanir hans í þeim efnum. Þess vegna fór eins og oftar þegar atgjörvismenn hafa ekki tekið bindandi afstöðu. Hon- um bauðst sæti meir en á einum framboðslista. Sjálfstæðisflokkurinn bauð bonum fyrsta sæti hjá sér. Hefur þar að sjálfsögðu verið stuðzt við álit Jóhannesar Jóhannessonar á manninum. í ræðu, sem Hermann Jónasson flutti á móti ungmennafélaga 1952, er að finna skýringu á því, bvers vegna hann kaus sér ungur stað innan Framsóknarflokksins. Hann leit svo á, að flokkurinn væri að framkvæma æskuhugsjónir sínar. í ræðunni segir m. a.: „Ungmennafélögin eru ein af þessurn þjóðlífsöldum. — Ég man vel þegar við ungmennafélagarnir vorurn að fara á fundi gangandi langar leið- ir til að stunda íþróttir og ræddunr öll kvöldin og heila sunnudaga um ræktun lýðs og lands. Eftir langan vinnutíma á laugardögum var lagt af stað fótgangandi langan veg til að vinna næsta dag í sjálfboðavinnu að því að byggja samkomuhús eða græða skógarlund. Það átti að leggja þjóðvegi um landið, brúa hverja á, rækta allt ræktan- legt land, klæða lreiðarnar og dalina skógi, virkja fossana, fá stór skip til fiskveiða, og þá var ekki sízt, að hver nraður átti að fá nrenntun við sitt bæfi. Allir ætluðunr við að verða menntaðir menn og jafnfranrt nriklir íþróttamenn, — fullkomna ræktun lýðs og lands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.