Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 20

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 20
18 HALLDÓR KRISTJÁNSSON ANDVARl stjórnmálasögunni og lagður grundvöllur að þeirri stjórntræði, sem kennd er við velferðarþjóðfélag. A Islandi gerðust þau tíðindi 1931, að Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn komu sér saman um breytta kjördæmaskipun og kosninga- lög gegn vilja Framsóknarflokksins. Þar með var lokið hlutleysi Alþýðu- flokksins, og lögð var fram á Alþingi tillaga um vantraust á stjórnina. Aður en hún væri rædd, rauf Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra þingið. Var því mætt með fjöldafundum til mótmæla og aðsúgur gerður að bústað for- sætisráðherra kvöld eftir kvöld. Stjórnarandstöðunni til hugnunar baðst Tryggvi Þórhallsson lausnar fyrir báða meðráðherra sína, en í þeirra stað var Sigurður Kristinsson forstjóri S.Í.S. skipaður ráðherra með Tryggva, og sátu þeir sem bráðabirgðastjórn fram yfir kosningarnar. Framsóknarflokk- urinn vann kosningarnar, og í stað Sigurðar Kristinssonar tók Jónas Jónsson sæti sitt í stjórninni eftir kosningar, og Ásgeir Ásgeirsson varð fjármálaráð- herra. Flófust nú samningatilraunir um kjördæmamálið, og varð að lokum að samkomulagi að láta hin görnlu kjördæmi og kosningareglur haldast, fjölga þingmönnum Reykjavíkur og hafa auk þess 11 þingsæti til jöfnunar milli flokka. Hinir sex landskjörnu þingmenn hurfu, svo að þingmönnum fjölg- aði alls um sjö. Jafnframt þessu samkomulagi urðu stjórnarskipti sumarið 1932. Ásgeir Ásgeirsson, sem mestan hlut Framsóknarmanna átti að því að samkomulag náðist, myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ráðherrar með honum voru Magnús Guðmundsson og sr. Þorsteinn Briem. Stjórnar- stefnan var í heild mótuð af fornum og viðurkenndum fræðum, enda sagði forsætisráðherrann, að eðlilegt væri, að miðflokkur ynni til vinstri í góðæri, en hægri á krepputímum. Þó átti ríkið hlut að atvinnubótavinnu með bæjar- félögum, en á það mun nánast hafa verið litið sem hjálp ríkissjóðs við þurfamannaframfæri sveitarfélagsins. Stjórnarskrárbreyting var samþykkt 1933, og kosningar voru það vor. Þá tapaði Framsóknarflokkurinn sex þingsætum. Um haustið fóru fram viðræður um stjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, senr sam- tals höfðu 23 þingmenn af 42. Var þeim komið svo langt, að gengið var frá málefnasamningi að mestu. Hann var í anda hinna nýju kenninga. Reyna skyldi að milda áhrif kreppunnar með því að halda uppi almennri kaupgetu og nota opinbert fé í því skyni. Tryggvi Þórhallsson skrifaði grein í blaðið Framsókn um samstarf bænda og verkamanna, þar sem hann tengdi saman hagsmuni hvorra tveggju og sagði, að 10 aura hækk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.