Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 26

Andvari - 01.01.1978, Page 26
24 HALLDÓR KRISTJÁNSSON ANDVARI Ríkisstjórnin sat óbreytt fram á útmánuði 1938. Þá var verkfall á tog- ururn, en stöðvun þeirra sagði fljótt til sín í atvinnulífinu i landi. Fram- sóknarflokkurinn stóð að því, að sú deila var leyst með gerðardómi. Alþýðu- flokkurinn vildi engan hlut eiga að slíku og hætti beinni aðild að ríkis- stjórn. Haraldur Guðmundsson fékk lausn úr stjórninni, og Skúli Guð- mundsson tók sæti hans. Hins vegar studdi Alþýðuflokkurinn stjórnina með hlutleysi, og það var henni nóg. Þegar þing kom saman í ársbyrjun 1939, var svo komið hag útgerð- arinnar, að Framsóknarmönnum þótti gengislækkun óhjákvæmileg. I ann- an stað var ástand heimsmálanna orðið mjög ótryggt og skuggalegt. Flokk- urinn hóf þá strax í byrjun þings að vinna að myndun þjóðstjórnar. Það ba r þann árangur, að 18. apríl varð breyting á ríkisstjórn. Skúli Guðmunds- son fékk lausn, en í stjórnina bættust Olafur Thors, Jakob Möller og Stefán Jóhann Stefánsson, sem var forseti Alþýðusambands Islands og þar með Alþýðuflokksins. I boðskapi þeim, sem þjóðinni var birtur við myndun þessarar stjórn- ar, sagði, að takmark hennar væri að efla framleiðslustarfsemi og búa þjóð- ina undir að geta lifað sem mest af gæðum landsins og gera aðrar ráðstaf- anir þjóðinni til bjargar, ef til ófriðar kæmi, að sameina lýðveldisöflin og að sameina þjóðina um undirbúning í sambandi við framtíðarákvarðanir í sjálfstæðismálum. Ilermann Jónasson lét m. a. svo um rnælt, er hann tilkynnti þingi og þjóð þessa stjórnarbreytingu: ,,Það hefur tekið langan tíma og mikið af störfum þingsins farið í það að eyða tortryggni og laða saman hin mismunandi sjónarmið flokkanna. Allur þorri landsmanna mun skilja, hve stórt verk hefur hér verið unnið, og þeir munu ekki sjá eftir þeim fjármunum og tíma, sem til þess hefur verið varið — ef samstarf getur tekizt.'1 Gengisfellingin var gerð nokkru áður en þjóðstjórnin var mynduð. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn stóðu að henni og hálfur Sjálfstæðisflokkurinn, 9 af 17, en 8 voru á móti. Þar sem farið var almennt að búast við gengislækkun, þótti ekki fært að bíða lengur með hana, þó að ekki væri fyllilega útséð um stjórnarsamstarf. Svo voru ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins sinn úr hvorum armi, þegar til kom. Sjálfstæðismenn hafði greint á um þátttöku í þessari stjórn eins'og gengismálið. Það má kalla undarlegt, að þessi bréyting á ríkisstjórninni gerist án þess að forsætisráðherra biðjist lausnar fyrir stjórnina alla, þar sem hér var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.