Andvari - 01.01.1978, Page 28
26
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Þetta tilboS ‘þýzka félagsins að rjúfa einangrun íslands var að vissu leyti
álitlegt. Þjóðverjar höfðu veruleg skipti við Islendinga, enda heyrðist stund-
um á þeim árum, að annað væri óráð en laga hætti sína að vild og geð-
þótta voldugra viðskiptaþjóða. Og nú hillti undir það, sem flestum þótti
fýsilegt, að Ísland væri kornið í þjóðbraut.
Hermann Jónasson fór með utanríkismálin, þegar þetta var. Hann
kunni vel að meta dugnað og atgjörvi þýzku þjóðarinnar. En hann vissi
vel, hvað nazisminn var, og var á engan hátt veikur fyrir honum. Nú voru
Islendingar óbundnir. Engir höfðu nein loforð eða samninga um lendingar
hér. Það var því ekki við neitt að miða, þegar talað var um heztu kjör.
Lufthansa var neitað um lendingarleyfi og sagt, að það ætti hér engan rétt.
Nú munu fáir efa, að ítök þess og aÖstaÖa hefði verið notuð í styrjöldinni
og trúlega eftir þessu leitað með það í huga.
VI
Þjóðstjórnin sat að völdum í þrjú ár. Hún fór með völd, er Bretar
hernámu landið vorið 1941. Þjóðverjar lýstu ísland á hernaðarsvæði og
lögðu bann við siglingum að landinu og frá, og íslenzk skip böfðu orðið
fyrir árásum og horfið. Alþingi samþykkti ályktun um frestun alþingis-
kosninga ,,vegna þess að ísland hefur verið hernumið af öðrum aðila
styrjaldarinnar og lýst á hernaÖarsvæði af hinum og vegna þess ástands sem
af þeim sökum hefur þegar skapazt i landinu og fullkominnar óvissu um
það, sem í vændum kann að vera.“
En hér urðu nú fleiri tiðindi. Hernáminu fylgdi mikil vinna fyrir
herinn. Atvinnuleysið hvarf, og í þess stað varð samkeppni urn vinnuafl.
Þessu fylgdu nýjar kaupkröfur. Þóttust ýmsir sjá fram á mikla verðbólgu
og sýndist sem flest myndi ganga úr skorðum.
Var rætt um það 1941 að banna grunnkaupshækkanir almennt með
lögum, en þó horfið frá því í trausti þess, að slíkt lagaboð væri óþarft. Þjóð-
stjórnin baðst lausnar, er í því þófi stóð, en féllst þó á að sitja lengur.
Hins vegar fór svo, að sumir iðnaðarmenn náðu fram verulegum grunn-
kaupshækkunum. Þá gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög um gerðardóm í
kaupgjalds- og verðlagsmálum 8. janúar 1942. Undirskrifuðu þau fjórir
ráðherrar með ríkisstjóra, en Stefán Jóhann fór úr stjórninni í mótmæla-
skyni við þessa löggjöf. Þar með var Alþýðuflokkurinn kominn í stjórnar-
andstöðu eins og Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Þjóð-
stjórnin hafði langsamlega nóg þingfylgi fyrir því. En þá lögðu Alþýðu-