Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 39

Andvari - 01.01.1978, Page 39
JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLÍUSSON: Nóttina fyrir páska 1. Búcndur og hjú. Fyrirmyndin var til fyrir langalöngu. Hana var að finna í hinni helgu bók, Nýja testamentinu. Þar segir svo frá, að á dögum Ágústusar keisara í Rómaborg lét hann það boð út ganga, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina, eins og mann- talsboðunin var orðuð þá. Þetta varð til þess, að Jósep trésmiður í Nazaret og María heitkona hans fóru til borgar- innar Betlehem í Júdeu. Þessi fyrirmynd að manntali var því þekkt í gervallri kristninni, alls staðar þar sem guðspjöll- in voru þekkt, líka hérna á hala ver- aldar norður á íslandi. Kristni hafði verið í landinu í sjö aldir. í fjórar aldir °g gott betur höfðu konungar ríkt, en engar spurnir fara af því, að yfirvöldin hafi skrásett landsfólkið. Gegnir þar alveg sama máli um andleg yfirvöld og veraldleg. Konungar settu jarl, hirðstjóra og sýslumenn yfir landslýðinn. Þrátt fyrir skattheimtu þeirra er ekki vitað til, að tölu væri kastað á landslýðinn. Almúg- inn var aldrei skráður né talinn. Biskuparnir fóru hverja yfirreiðina af annarri um biskupsdæmin þver og endi- löng. Þeir komu í hverja sókn á nokk- urra ára fresti. Þeir skráðu hverja eign kirknanna hvarvetna. Þeir skráðu hverja klæðispjötlu, hvern kirkjugrip úr málmi eða af viði gjörðan, hverja bók eða versakver. Þeir skráðu hvert kúgildi í eigu kirknanna, jafnvel hvern vetrungs- kálf, sérhvert jarðarhundrað, sérhvert leigugjald sem kirkjan átti tilkall til fjær eða nær. Líka skráðu þeir sérhvert ítak hverrar kirkju, hvort heldur var reki eða beit, skógarhögg eða útræði eða enn annað prestum til framfæris eða kirkjunni til einhverrar fjárvonar. Papp- ír og skrifföng komust ekki undan að rækja hlutverk sitt, þegar eigurnar áttu í hlut. Þar sem mannfólkið var, sálirnar, sjálf herrans hjörð, þar gegndi allt öðru máli. Hugsunarháttur og aldarfar virðast ekki hafa knúið til að hafa tölu á almúga landsins, nöfnum fólks, verustöðum, fæðingum eða dánardægrum. Þessa rót- gróna tómlætis gjöldum við nú. Næsta lítið er kunnugt um allan fjöldann, sem fæðzt hefir í þessu landi, hefir lifað hér, strítt og starfað og að lokum borið hér beinin annaðhvort á landi eða í sjó. Sára- fátt er þekkt af nöfnum þessa fólks, ættatengslum og sögu. Helzt eru það nöfn efnafólksins, sem hafa komizt á blöð, einkum við kaup- mála, eignaskipti, erfðamál og málaferli. Svo hafa embættaveitingar lagt drjúgan skerf til kunnugleika um klerka, sýslu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.