Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1978, Side 42

Andvari - 01.01.1978, Side 42
40 JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLÍUSSON ANDVARI og var yngsti bóndinn í sveitinni nema einn annar var jafnaldra. Hans kvinna, Margrét Magnúsdóttir, var þá langyngsta húsmóðirin í allri sveitinni, 23 ára að aldri. Þá áttu þau ekki börn, svo ekki hefir neinn hjónanna þjenari þurft að vera barnfóstra á höfuðbólinu. Engin ein upplýsing lesin út úr þessu manntali vekur mér meiri furðu en kynskipting vinnuhjúanna. I sveitinni voru 28 vinnumenn, en vinnukonurnar nærri því helmingi fleiri, eða 51.1 fljótu bragði verður helzt komið auga á eina skýringu: að vinnumennirnir hafi týnt tölunni svona miklu meir en nokkurn- tíma vinnukonurnar. Fyrst kemur í hug- ann, að þeir hafi drukknað við sjóróðra; þá að þeir hafi orðið úti; eins að þeir hafi veikzt af vosbúð og dáið úr lungna- bólgu. Á þessum öldum var drykkiu- skapur nærri óþekktur meðal kvenna. Vel getur verið, að eitthvað af muninum hafi verið vegna aldurtila af völdum drykkjuskapar þá, ekki síður en nú. Hér má koma því að, að sjö konur voru titlaðar ekkjur auk þeirra fjögurra, sem búandi voru. Afturámóti var eng- inn karlmaður titlaður ekkill nema sá eini bóndi, sem sagt hefir verið frá. Þangað til önnur skýring finnst, verð- ur helzt að trúa því, að mannfallið í lífsbaráttunni hafi verið orsökin til mis- munarins við hjúatalið í Reykhólasveit. Þetta er ógnvekjandi mikill munur: 28 karlar, 51 kona. Þær hafa verið 23 fleiri en þeir. Enn eru tvær stéttargreinar ó- nefndar: Húsfólk og lausafólk. Ein hús- kona fyrirfinnst, ekkja, en tveir eru lausamenn. Sé nú allt talið í einum hópi, húsbændur og hjú, húsfólk og lausa- menn, þá eru karlmenn 60 talsins, en konurnar 85. Tæplega hafa karlmenn flutt mikið meira í önnur héruð en konur. Reyndar er getið um einn mann sveitfastan í Reykhólasveit, sem niður- kominn er í Múlahreppi við þetta mann- tal. Varla hafa margir verið í skólum. Varla hafa margir farið af landi burt. Nei, grunurinn beinist að mannfalli í lífsbaráttunni. Tilvera hjúanna vekur athygli að mörgu öðru. Áður eru nefnd 16 hjú á Reykhólum. Af þessum hjónanna þjenur- um voru þessa nótt þrjú niðurkomin út undir Jökli, þau Bjarni Tumason, Hró- bjartur Þorsteinsson og Guðrún Stein- þórsdóttir - og er óvíst um þeirra aldur, segir þar. Ekki hafa þeir hjón- anna þjenarar verið þeim tiltakanlega nátengdir, að ekki skyldi vera hægt að segja, hve gamalt fólkið var. Önnur jörð slagar nokkuð upp í höf- uðbólið með hjúafjölda. Það er sú ágæta hlunnindajörð, Miðhús. 10 „vinnuhjú þar“, eins og sagt er. Vinnumennirnir voru fjórir og vinnukonurnar sex og þar að auki 18 ára dótturbarn hjónanna, Jarþrúður Einarsdóttir. Fólk hefir bein- h'nis sótt á að komast í vistir á hlunn- indajörðunum vegna matfanganna og annars eyjagagns. Á þriðju hlunninda- jörðinni, prestssetrinu á Stað, voru ekki nema sex vinnuhjú, jafnt af báðum kynj- um. Líka voru þar systir og móðir prests- konunnar, svo að kvenfólk hafði yfir- höndina þar eins og annars staðar. Eitt bændabýli hafði vinninginn yfir prestssetrið í hjúafjölda. Það var ekkju- setrið Hlíð við Þorskafjörð. Á þeirri miklu flutningsjörð voru tveir vinnu- menn og fimm vinnukonur. Að auki var annar lausamaðurinn þar. Fimmta hjúa- flesta býlið var Kambur með sex hjú eins og prestsetrið, tvo vinnumenn og fjórar vinnukonur. Af 79 hjúum í sveit- inni hafa 35 verið á aðeins fimm bæjum, en 44 á öllum hinum og líka ærið mis- skipt á þeim.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.