Andvari - 01.01.1978, Side 43
andvari
NÓTTINA FYRIR PÁSKA
41
Þannig voru þrjú hjú í Mýrartungu, á
Gillastöðum, Hafrafelli og á öðru bú-
mu á Skerðingsstöðum. Tvö hjú voru á
þremur bæjum, Borg, Kinnarstöðum og
í Skógum. Á þrettán búum var ein
vinnukona á hverju og ekki annað hjúa,
en á sex búum var ekkert vandalausra
hjúa. Áður var sagt, að 22 uppkomin
börn unnu foreldrum sínum. Vandi er
að greina milli þeirra og hjúa. Mörg hjú
hafa verið systkini annarshvors hús-
bændanna. Það sést á fánefndum föð-
urnöfnum. Og fleiri hafa ættarböndin
efalítið verið.
Hjúin voru á ýmsum aldri, flest þó
á milli tvítugs og þrítugs, en tvö skera
sig úr með ólíkindum. Annað er hjúið
Guðrún Eyvindardóttir á Kambi, 73ja
ára ekkja, örvasa. Hitt er hjónanna
þjenari á Reykhólum, Bergljót Sigurð-
ardóttir 11 ára. Þorsteinn Sigfússon r
Miðhúsum, vinnuhjú þar, var aldurs-
forsetinn meðal vinnumannanna, réttra
sjötíu ára.
Nú fyrirfinnst ekki vinnuhjú framar
í Reykhólasveit, hvorki að titli né í
reynd, en milli þriðji og fjórði hver íbúi
var vinnuhjú árið 1703. Vistarbandið er
horfið. Horfin eru gömlu húsakynnin,
gömlu verkfærin, gömlu vinnuaðferð-
irnar og gömlu vinnuhjúakjörin. Mann-
talsblöðin segja okkur ekkert um neitt
af þessu. Það sem til er um þau atriði
er annars staðar að finna, og þar væri
margt fróðlegt að sjá.
2. Illa kj'önl( aj slcemum veiklei\a.
Þegar efnin voru engin, þegar heilsan
bilaði, þegar dauðinn tók forsjá heimil-
isins, þegar líkamskrafturinn þvarr og
ellin beygði erfiðisfólkið og þegar til
engra skyldmenna var að flýja, þá var
ekkert fangaráð annað en sveitarfram-
færið. Oftast voru hin þungu spor á
fund hreppstjóranna ekki stigin fyrr en
í síðustu lög. Ævinlega hafa þeir full-
orðnu farið nærri um hvað í vændum
var og verið brynjaðir gegn því, sem
við mundi taka, hver eftir sínu eðli. En
hvernig mun þessu hafa verið farið um
munaðarlausu börnin? Þegar foreldr-
anna missti við, þegar móðirin varð
ekkja, eða þó ekki væri nema að efni
foreldranna þryti, þá var það eitt fyrir
hendi að fara til vandalausra. Þá valt
hamingja og velferð alfarið á því, í
hverra höndur börnin komust. Kæmi
viðkvæmt og veiklað barn á heimili, þar
sem harðýðgi ríkti, húskuldi, sálarkuldi,
vinnuharka og naumur kostur, þá var
viðbúið, að kyrkingurinn yrði slíkur, að
annaðhvort ylli hann beinlínis aldurtila
eða hann yrði varanlegur upp á lífstíð-
ina alla.
Eftir þær tæpar þrjár aldir, sem iiðnar
eru frá manntalinu 1703, er það eitt
víst, að við höfum mest getgátur og
grunsemdir við að styðjast um það,
hvernig ævi ölmusubarna í rauninni var.
Þó sýnist það greinilegur vottur um
mannúð og náunganskærleika, að átta
munaðarlaus börn voru á framfæri án
milligöngu yfirvalda sveitarinnar. Það
er eða var 1 jósgeisli í dimmu þessa fjar-
læga tíma.
Annars hefir sú aðalregla gilt að
sundra fjölskyldum, leysa heimilin upp,
þegar þau komust á sveitina. Ævinlega
hafa einhverjir beðið færis að hreppa