Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Síða 51

Andvari - 01.01.1978, Síða 51
andvahi NÓTTINA FYRIR PÁSKA 49 graut eða til að baka kökur í hátíða- skammtinn? Hvar var ennþá næg skreið í skemmu? Hvar var húsrúm, hvar var hjartarúm? Nú fór vorsulturinn í hönd, þar sem hann kom á annað borð. Enn voru þrjár vikur þangað til yrði lagt fyrir vorbjörgina, hrognkelsin, hér við innstu innfirði Breiðafjarðar, — og þó því aðeins að ísar væru á burt. Netin sem búið var að spinna dökkan togþráðinn í, búið að hnýta og búið að setja inn og búið að brenna nýjar flár á, — þau yrðu enn að bíða á þurru svo vikum skipti. Ekki var heldur enn fært á grasa- fjall. Aldrei var vandasamara að velja næturstað, ef upprisuhátíðin átti ekki að skilja eftir daprar minningar og sár í sinni allslausra förumanna. Eins og að var látið liggja hér á und- an, þá var ekki nóg þessa sagnmerku nótt fyrir páska Anno Domini 1703 að uppteikna fólksregistur í nafni kon- ungs fyrir Reykhólahrepp, þar með sveitarinnar ölmusumanna nöfn, tal og ásigkomulag. Einneginn bar yfirvöldun- um að koma á húsgangsmanna saman- skrifi í sveitinni þessa sömu umræddu nótt. Það mátti sízt undan reka. Þá gistu í Hlíð í Þorskafirði tveir farandmenn. Annar var Guðmundur Þorsteinsson yngri, 38 ára, einhleypur, sagðist ógift- ur. Hann var ættaður úr Geiradals- hreppi í Barðastrandarsýslu og var sjálf- ur borinn fyrir þeirri kynningu, enda þótt teljararnir í Reykhólasveit hljóti að hafa þekkt á honum öll deili, manni úr næstu sveit. Hinn var Grímur Jónsson, 53 ára, einhleypur. Hann var lengra að kominn. Hann sagðist vera ættaður úr Rangárvallasýslu og Landmannahrepp, eins og eftir honum er haft. Það gildir um þessa húsgangsmenn, uð ímyndunaraflið fær að vera næsta einrátt um hvers konar hugsmíðar. Voru þeir samnátta þarna af tilviljun? Eða voru þeir ferðafélagar? Var Guðmundur ef til vill aðdáandi Gríms, en Grímur þjóðkunnur förumaður, skáld eða sagna- meistari? Hafi þeir verið ferðafélagar, — og raunar hvort svo var eður ei, hafa þeir vænt sér góðs beina og glað- værrar vistar á rausnarbúi Ragnheiðar ekkju í Hlíð? Hafa þeir verið kunn- ugir og vitað von glaðværra vinnuhjúa, þar sem voru þær Gunnhildur Þorsteins- dóttir 27 ára, Þorbjörg Sigurðardóttir þrítug og Valgerður Jónsdóttir 28 ára? Hafa þeir líka vitað um tvo vinnumenn þar á líku reki, auk annarra fjögurra fullorðinna, en vandalausra á þessu gróna heimili? Já, voru þeir Grímur og Guðmundur farandskáld og kváðu rímur við raust og þágu beina að launum hjá örlátu fólki? Hvað sem svo hefir um allt þetta ver- ið, þá fyrirhittu yfirvöldin sögnina um þessa farandliða, þegar þau tóku til við sín „húsgangsmanna samanskrif". Ein- ar sýslumaður Einarsson var kominn að Tindum í Geiradal, væntanlega á leið til Alþingis, 4. júlí þetta sumar. Þá var sögnin um komu þeirra félaga að Hlíð enn í fersku minni og allt, sem að henni laut. En fleira aðkomufólk var statt í Reyk- hólasveit þessa nótt. í Mýrartungu var næturgestur Guðrún Ásgrímsdóttir, 56 ára. Hún sagði sína sveit vera í Svartár- dal í Húnaþingi. Hægt er að spyrja margs um erindi þessarar einfara konu um vetur í fjarlægu héraði. Hvað hafði rekið hana fjöldamargar dagleiðir burt frá átthögunum? Eða hafði hún verið mörg ár í förum? Hverja þekkti hún hér í sveitum, og hvert var för hennar heitið? Var hún á leið vestur á Víkur eða Brunna að vera þar nærstödd vor-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.