Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1978, Side 61

Andvari - 01.01.1978, Side 61
HERMANN PÁLSSON: Um réttlæti í íslenzkum fornsögum Ritun Islendingasagna er talin hefjast undir lok tólftu aldar, en blóma- skeið þessara bókmennta virðist hafa verið miðbik og síðari hluti hinnar þrettándu.1 Þótt sögurnar lýsi fólki og atburðum frá löngu liðinni fortíð (einkum tímabilinu 930—1050), þá eru ýmsar hugmyndir þeirra annars uppruna, og ekki er unnt að átta sig á eðli sagnanna til hlítar, nema and- legum verðmætum menntaðra Islendinga á ritunartíma þeirra sé nægur gaumur gefinn. Enginn vafi getur leikið á því, að Njáll bóndi á Bergþórs- hvoli hafi verið til eða brenna hans átt sér stað, og að því leyti er Njála vissulega sagnfræðilegs eðlis, en þegar sagan er rannsökuð í heild, koma í Ijós þroskaðri hugmyndir um mannleg vandamál en hægt er að búast við af Njáli Þorgeirssyni og samtímamönnum hans, og virðist þar vera um að ræða lærðar hugmyndir, sem bárust hingað til lands á tólftu öld og síðar. Á miðöldum var gerður greinarmunur á fróðleik og nytsemd sagnarita: annars vegar fræða þau lesendur um það, sem raunverulega hafði gsrzt, °g hins vegar er nytsemd þeirra fólgin í algildum hugmyndum um mann- mn, enda vilja margir kynnast sjálfum sér og öðrum af dæmum heldur an af kenningum. I ritgerð þessari verður fjallað um almenna lærdóma, sem numdir verða af sögunum, en hins vegar er sannfræði þeirra látin liggja á milli hluta. Á tímabilinu frá því á síðara hluta elleftu aldar og fram á hina þrettándu þróaðist svokallaður húmanismi miðalda í ýmsum löndum álfunnar. Eitt helzta einkenni þessarar stefnu, eins og orðið húmanismi raunar gefur í skyn, er vaxandi áhugi og skilningur á manninum sjálfum og umhverfi hans;2 sérstök áherzla var lögð á mannlega göfgi og sjálfsþekkingu, enda átti húmanisminn að nokkru leyti rætur sínar að rekja til heimspekirita Porn-Grikkja og Rómverja; kynni lærdómsmanna af verkum heiðinna hugsuða efldust til mikilla muna á þessu tímabili. Hingað til lands virðist húmanisminn hafa borizt einkum frá Frakklandi og Englandi, ekki einungis ^eð þeim, sem stunduðu nám í þessum löndum, svo sem Þorláki helga (d. 1193) og Páli Jónssyni (d. 1211) biskupum í Skálholti, og ýmsum Is-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.