Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1978, Qupperneq 65

Andvari - 01.01.1978, Qupperneq 65
andvari UM RÉTTLÆTI í ÍSLENZKUM FORNSÖGUM 63 Sama saga segir einnig af öðrum þjófi, Þórólfi heljarskinn, og urðu þau endalok hans, að Þorsteinn goði, sem var hófsmaður um alla hluti, lét taka hann af lífi. En þjófnaður Þórólfs heljarskinns er ekki eina ástæðan til þess, að lesendur Vatnsdælu fagna dauða hans. Honum er svo lýst, að hann „var ojafnaðarmaður mikill og óvinsæll; hann gerði margan óskunda og óspekt í héraðinu.“ Yfirleitt eru það örlög flestra ójafnaðarmanna í sögunum, að þeir falla fyrir vopnum, eins og raunar er hermt í Orkneyingasögu: „En ójafnaðarmönnum fer svo flestum, að þeir látast í hernaðinum, ef þeir taka sig eigi sjálfir frá.“ Ójafnaðarmenn í sögunum eru ekki einungis sekir um víg og annan óskunda, heldur neita þeir flestir „að bæta það, sem þeir misgera“. Hér má minna á nokkur dæmi: „Styr var héraðsríkur og hafði fjölmennt mjög; hann átti sökótt við marga menn, því að hann vo mörg víg, en bætti engi.“ (Eyrbyggja saga, sbr. og viðbrögð Styrs í Heidarvíga sögu: „Eigi hef ég bætt víg mín hingað til dags.“) Jöður . .. var garpur mikill og höfðingi, ódæll og lítill jafnaðarmaður við marga menn, ríkur í héraðinu og stórráður, vígamaður mikill og bætti menn sjaldan fé, þótt hann vægi.“ (Fóstbræðra saga). „Þorbjörn . . . var stórættaður maður og höfðingi mikill og hinn mesti ójafnaðarmaður, svo að engir menn þar um Isafjörð báru styrk til neitt í móti honum að mæla.“ (Hávarðar saga). Eftir víg Ólafs svarar hann beiðni Hávarðar um bætur á þessa lund: „Kunnugt er það, Hávarður, að ég hefi margan mann drepið; þótt menn hafi saklausa kallað, þá hefi ég engan fé bættan.“ „Þjóstólfur ... var styrkur maður og vígur vel og hafði margan mann drepið og bætti engan mann fé.“ (Njála). >,Maður er nefndur Þorbjörn, auðugur maður og ódæll og vígamaður mikill °g hinn mesti ójafnaðarmaður. Hann hafði búið í öllum landsfjórðungum. Höfðingjar og öll alþýða höfðu þenna mann brott gert, hver úr sínum landsfjórðungi, fyrir sakir ójafnaðar og vígaferlis. Engan mann hafði hann fé bætt.“ (Króka-Rejs saga). Þessi dæmi verða látin nægja, og er þó af fleirum að taka. Nú er það eftirtektarvert, að sömu einkenna gætir oft í fari ójafnaðarmanna: óvinsældir, ofbeldi, neitun að bæta fyrir víg; þeir svara illu til, ef þeir eru beðnir bóta, og falla að loku.m fyrir vopnum ungl- ings (Ljótur í Hávardar sögu, Jöður í Fóstbrædra sögu, Styr í Heiðarvíga SÖQU, Þorbjörn í Króka-Rejs sögu) eða gamalmennis (Þjóstólfur í Njálu, Þorbjörn í Hávarðar sögu). Þótt um stórættaða höfðingja sé stundum að rseða, þá sýnir afstaða höfunda það glögglega, að slikir menn eiga skilið að falla. Hér kemur því fram sama hugmyndin og í húmanistaritum frá fólftu öld, að réttmætt sé að taka harðstjóra af lífi.17 Þó er ein harla merkileg undantekning frá þessari reglu: aðalhetjan í Hrajnkels sögu deyr á sóttarsæng. Nú er mynztur þeirrar sögu á marga lund áþekkt þeim frásögnum af ójafnaðarmönnum, sem hér hefur verið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.