Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 78

Andvari - 01.01.1978, Page 78
76 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI „Ef þið veitið mér þá ánægju að skrifa bráðlega, ætti bréf að ná mér hér, því að við verðum hér enn 10—14 daga, en þá er förinni heitið til Gastein, eins hins frægasta lækningastaðar, um það bil þrjár dagleiðir héðan. Ég hlakka mjög til þessarar ferðar, því að ég mun þá kynnast fegurstu héruð- unum.“ Schubert biður kærlega að heilsa Ferdinant bróður sínum og fjöl- skyldu hans . . . „hann verður víst alltaf klafabundinn og getur ekki slitið sig frá Dornbach. Og víslega hefur hann verið 77 sinnum veikur og haldið níu sinnum, að hann væri að deyja, rétt eins og dauðinn væri það versta, sem oss mennina gæti hent. Ef hann mætti þótt ekki væri nema einu sinni líta þessi guðdómlegu fjöll og vötn, ógnvekjandi í ásýnd sinni, sem þau ætli mann að kremja eða svelgja, þætti honum ekki svo mikið til hins vesæla mannlífs koma, að hann teldi það ekki mikla hamingju að verða enn vitni að hinum óskiljanlegu gróðrarmögnum jarðarinnar.“ í bréfi, er Anton Ottenwalt ritaði mági sínum, Josef von Spaun, nokkru áður frá Linz, 19. júlí 1825, skýrir hann honum frá dvöl Schuberts þar og segir þá m. a.: „Schubert er að sjá hraustur og stæltur, svo innilega glaður og vingjarnlegur í viðmóti, að til sannrar ánægju er.“ Þegar hann hefur sagt nokkuð frá verkum, er Schubert hafði látið vini sína heyra eða greint þeim frá, segir hann að lokum: „Hann [þ. e. Schubert] hefur ennfremur í Gmunden unnið að hljómkviðu, er flytja á næsta vetur í Vín.“ Að þessari hljómkviðu er vikið aftur í bréfi, er August Schwind skrifaði Schubert frá Vín 14. ágúst, en þar segir svo m. a.: „Að því er varðar hljómkviðu þína, getum við gert okkur góðar vonir um hana. Gamli Hönig er forseti lagadeildarinnar, og kemur þá í hans hlut að standa fyrir há- skólatónleikum. Þarna er gott tækifæri, það verður bara gert ráð fyrir því, að hún verði flutt.“ Til flutnings hljómkviðunnar kom þó ekki, hvað sem valdið hefur. En snemma í október 1826 sendir Schubert Tónlistarvinafélagi austurríska keisararíkisins (Gesellschaft der Musikfreunde des österreichischen Kaiserstaates) hljómkviðu að gjöf og segir í bréfi til félagsins: „Sannfærð- ur um þann göfuga tilgang austurríska tónlistarfélagsins að styðja af fremsta megni hvers konar listaviðleitni, leyfi ég mér sem einn af listamönnum þjóðarinnar að helga félaginu þessa hljómkviðu mína og fela því hana til varðveizlu.“ Þar sem hljómkviða þessi hefur ekki varðveitzt meðal gagna félagsins, héldu ýmsir, þegar fram liðu stundir, að hér væri um týnda hljómkviðu að ræða, kennda við Gmunden og Gastein, en gættu þess ekki, að þetta var raunar 9. hljómkviðan, orðin til a. m. k. að nokkru sumarið góða 1825, lofsöngur um fjalladýrð og fegurð austurrískra sveita, en jafnframt þakk- argjörð til vina hans og aðdáenda, er hlynntu að honum þetta sumar og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.