Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 92
90
ÁKI GÍSLASON
ANDVAEI
Grunnur Prenthússins á BessastöSum.
4. Prentarar á Bessastöðum.
Þegar Skúli flutti prentsmiðjuna
suður, fóru með henni tveir prentarar,
eins og minnzt var á. Annar þeirra var
Einar Sigurðsson fæddur í Pálsbæ á
Seltjarnarnesi. Hann hóf nám 8. maí
1896 í Prentsmiðju Þjóðviljans unga á
Isafirði. Einar, sem var systursonur
Guðbjargar bústýru, var verkstjóri
prentsmiðjunnar á Bessastöðum, en til
Reykjavíkur fluttist hann 8. maí 1903.
Var hann síðan eitt ár í ísafoldarprent-
smiðju, áður en hann gerðist einn stofn-
enda Gutenbergs-prentsmiðju árið 1904.
Þegar Einar fór frá Bessastöðum, varð
Jón Baldvinsson yfirmaður. Hann var
úr Ögurhreppi og hóf prentnám í prent-
smiðju Skúla 1. október 1897. Hann
hafði einnig haldið suður, þegar prent-
smiðjan var flutt. Jón gerðist einn af
hluthöfum í Gutenberg, þegar hún var
stofnuð. Fluttist hann frá Bessastöðum
og hóf störf í Gutenberg 1905. Þá tek-
ur Þórður Bjarnason frá Skógtjörn á
Alftanesi við prentverkinu. Hann hefur
þá ekki verið fullnuma, enda tók prent-
námið fjögur ár,°) en hann hóf prent-
nám á Bessastöðum 15. maí 1902. Hann
hafði áður verið vikapiltur á Bessastöð-
um á annað ár.10) Var Þórður síðan með
Skúla til 1911, að hann fór til Ameríku.
Sigurður Kjartansson frá Núpskoti á
Álftanesi hóf nám í prentsmiðju Skúla
1. október 1905. Hann hafði gerzt vika-
piltur á Bessastöðum 1903, og átti hann
einkum að hreinsa fé úr skerjum beint
á móti Reykjavík, svo að fé flæddi þar
ekki, og gerði hann það tvisvar á sólar-
hring. Árin 1904 til 1905 var Sigurður
í vegavinnu, en byrjaði svo nám í
prentsmiðju Skúla fyrir tilmæli Theo-
dóru, konu Skúla. Starfaði Sigurður í
prentsmiðju Þjóðviljans til ársins 1911,