Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 100

Andvari - 01.01.1978, Page 100
98 ÁKI GÍSLASON ANDVAKI í Vigur og Sigurður Lýðsson, þ. e. alls um 20 manns. Mjög var gestkvæmt í Vonarstræti 12. Bjarni frá Vogi kom oft í heimsókn til Skúla. Ræddu þeir saman um stjórn- málabaráttuna á skrifstofu hans. Bjarni skrifaði stundum í blaðið, aðallega um stjórnmál. Einnig var Jón Baldvinsson tíður gestur. Hann vann þá í Guten- berg og gegndi auk þess ýmsum öðrum störfum. Mikið var um gesti utan af landi, og margir árgangar skólafólks voru heimagangar. TILVITNANIR: 1. Viðtal Áka Gíslasonar við Harald Jónsson 1.7. 1973 (óprentað). 2. Ibid. 3. Viðtal Áka Gíslasonar við Bolla Thoroddsen 30.4.1973 (óprentað). IV. Þjóðviljinn. 1. Efni Þjóðviljans á BessastöSum. í auglýsingu, er birtist í 51. tbl. 18. árg. Þjóðviljans árið 1904, er sagt, hvaða efni blaðið eigi að flytja og hver séu helztu áhugamál þess. Segir þar: ,„,Þjóðv.“ flytur greinilegar fréttir, inn- lendar og útlendar. „Þjóðv.“ flytur skemmtilegar sögur, neðan máls, í flest- um nr. sínum. „Þjóðv.“ skýrir frá nýj- um uppfundningum, og flytur fræði- greinar ýmiss konar. „Þjóðv.“ flytur ýmiss konar drauma- og kynja-sögur, er styðjast við sanna atburði. „Þjóðv.“ ræðir öll landsmál hlutdrægnislaust, frjálslega og einarðlega, og dekrar hvorki fyrir landstjórnarmönnum né öðrum. ,,Þjóðv.“ lætur sér sérstaklega annt um það, að vernda réttindi og sjálfstæði landsins gegn eriendum, eða innlendum, yfirgangi. „Þjóðv.“ styður öfluglega allar atvinnugreinar þjóðar- innar, og hvers konar viðleitni ein- stakra manna, er til framfara lýtur. „Þjóðv.“ styður vísindi, og fagrar listir, og flytur ritdóma um nýjar bækur, sem blaðinu eru sendar í því skyni. „Þjóðv.“ telur sér ekkert mannlegt óviðkomandi vera.“ Aðalefni blaðsins voru innlend mál- efni. Þjóðviljinn var fyrst og fremst pólitískt málgagn Skúla Thoroddsens. Var því mikið um pólitísk skrif í blað- inu. Mestan áhuga hafði Skúli á sam- bandsmálum íslands og Danmerkur og þá sérstaklega eftir 1908, en það ár sat hann í milliþinganefndinni. Skúli þótti góður blaðamaður og greinar hans léttilega skrifaðar og auðskildar. Hann gat verið óvæginn í skrifum, þegar um var að ræða pólitísk mál, t. d. réttinda- baráttu Islendinga. Undir fyrirsögninni „Bessastaðir" voru fréttir úr Reykjavík og nágrenni, en eftir að prentsmiðjan var flutt til Reykjavíkur, voru ýmsar fréttir úr bæn- um undir fyrirsögninni „Reykjavík“. Fréttir frá útlöndum birtust í flestum tölublöðum Þjóðviljans, og bárust frétt- irnar með þeim skipum, sem sigldu til landsins. Voru tíðum samdar greinar úr efni, sem birtist í erlendum blöðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.