Andvari - 01.01.1978, Qupperneq 113
ANDVARI
UM HLJÓM ERLENDRA ÖRNEFNA
111
Víg vanntu, hlenna hneigir,
hjolmum grimmt et fimmta,
þolðu hlýr fyr hári
hríð Kinnlimasíðu,
Hlýr (kinnungar skipsins) þolðu hríð fyr hári Kinnlimasíðu, segir Sighvatur, sem
e-1. v. hefur komið þetta orð, hlýr (kinnungr), í hug, þegar hann fór að fella ör-
nefnið Kinnlimasíðu inn í vísu sína, en þá verður hann rímsins vegna að kalla
hana háa (þolðu hlýr fyr hári/hríð Kinnlimasíðu), nokkuð sem fær ekki beint
vel staðizt um vesturströnd hins marflata Hollands.
Eitt sinn barst leikurinn „suðr um sjá“, eins og Snorri kallar það í 16. kapítula
Olafs sögu helga í Heimskringlu, og þá barðist Ólafur „í Hringsfirði [í Frakklandi,
milli skaganna Cotentin og Bretagne?] ok vann kastala á Hólunum, er víkingar
sátu í. Hann braut kastalann.
Svá segir Sighvatr skáld:
Togr vas fullr í fogrum
folkveggs drifahreggi,
helt, sem hilmir mælti,
Hringsfirði, lið þingat.
Ból lét hann á Hóli
hátt, víkingar áttu,
þe'.r háðut sér síðan
slíks skotnaðar, brotna.
Hann lét brotna hátt ból á Hóli - er Bjarni Aðalbjarnarson hyggur í Heims-
kringluútgáfu sinni vera sama og kastalann Dol á Bretagneskaga og vitnar um það
i sögu Normanna eftir Vilhjálm frá Jumiéges, ritaða nær 1070, en í henni er m. a.
getið Ólafs Norðmanna konungs, er tók þátt í aðför að kastalanum Dol, er
..mætti hafa orðið Hóll í munni norrænna rnanna", eins og Bjarni kemst að orði.
Nokkur fleiri dæmi væri hægt að nefna úr þessum vísnaflokki Sighvats skálds,
en verður ekki gert hér, heldur einungis rifjað upp, er Sighvatur löngu síðar, þá
er hann var su.nnan á leið frá Rómaborg, spurði „fall Ólafs konungs á Stiklarstöð-
um. Var honum þat inn mesti harmr.
kvað þá. Stóðk á mont ok minntumk,
mQrg hvar sundr fló targa
hreið ok brynjur síðar,
borgum nær of morgin.
Munða ek, þanns unði
gndverðan brum Igndum,
faðir minn var þar þenna,
Þorroðr, konung, forðum.
aina fellir Sighvatur ítalska orðið monte (fjall) nær óbreytt inn í vísu sína, og
hafa sumir skýrendur viljað rita það með upphafsstaf og ætla, að átt væri við
Mundíufjöll (Alpafjöll), en þess gerist auðvitað ekki þörf.