Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 29

Andvari - 01.01.1980, Qupperneq 29
ANDVARI SNORRI STURLUSON OG NORÐMENN 27 ekki, og hann skýrir frá því, að Snorri Sturluson sé höfundur að verkinu. En þessi vitneskja barst ekki víða. Þýðing Laurents Hanssönar lá óhreyfð í Kaup- mannahöfn í einu eintaki allt til ársins 1899, að hún var prentuð. Mattis Störssön gerði stuttan útdrátt úr Heimskringlu allri og úr konunga- sögunum, sem á eftir koma, allt til sögu Hákonar Hákonarsonar, sem einnig fylgdi með. Mattis Störssön studdist einnig við Fríssbók, eins og Laurents Hans- sön, en auk þess við Kringlu. Þýðing hans var prentuð í Danmörku árið 1594, en þar er hvergi minnst á Snorra sem höfund Heimskringlu. Fjörutíu árum síðar kom fyrsta heildarþýðing konungasagna út. Þýðinguna gerði norski presturinn Peder Claussön Friis. Hann sat á prestsetri sínu á Vestur- Ogðum og þýddi þar alla Heimskringlu og sögurnar, sem á eftir koma. Fór hann eftir vönduðum handritum, sem nú eru öll glötuð. Peder Claussön Friis vissi, að Snorri var höfundur Heimskringlu. Hann nefnir það nokkrum sinnum í öðrum ritum smum. Þýðing hans á sögunum var gefin út árið 1633. Gerði það danski prófessorinn Ole Worm. Worm nefndi útgáfuna Snorre Sturlusons Norske Kongers Chronica. Með þessari útgáfu á þýðingu Peders Claussönar varð Snorri aftur kunnur sem höfundur Heimskringlu. Jafnvel Arngrímur lærði hafði ekki vitað það áður, að Snorri var höfundur Heimskringlu. Hann skrifar í bréfi til Ole Worm, að með því að láta prenta þýðinguna hafi Worm grafið Snorra upp úr myrku djúpi gleymskunnar. En það sem mikilsverðast er fyrir norska þjóð, var, að með þessari útgáfu var Heimskringla og þar með hin forna saga norsku þjóðarinnar dregin fram í dagsljósið. Útgáfan á þýðingu Peders Claussönar árið 1633 er mikilsverður atburður fyrir rannsóknir á norrænni sögu og bókmenntum. Þó lásu þessa þýðingu ekki margir aðrir en vísindamenn og fræðimenn. Mun fleiri urðu til að lesa sögurnar og kynnast þeim, þegar þýðingin kom út í nýrri útgáfu árið 1757. Málið hafði verið fært í nýrra horf, og með þessari útgáfu urðu konungasögurnar verulega kunnar í Noregi. Um 1740 var grunnurinn lagður að skipulögðu skólakerfi í Noregi. Stöðugt fleiri lærðu að lesa, og ein af þeim bókum, sem mjög var lesin á ofanverðri 18. öld og framan af hinni 19., var einmitt þýðing Peders Claussönar á konunga- sögum. Til eru fjölmargar öruggar heimildir fyrir þessu. Fyrst skulum við þó hlýða á frásögn af þessu úr heimi skáldskaparins. I smásögu, sem skrifuð er árið 1819, lýsir höfundurinn Maurits Hansen heimsókn til bónda eins í Guðbrandsdal. Bóndinn hafði sérkennilegt andlit, segir höfundur. „Mér fannst það líkjast fornri tréskurðarmynd af norsku konungunum okkar.“ . . . ,,Án þess að vilja hrósa sér af því sagði bóndi mér, að hann væri kominn af Haraldi hárfagra." Þegar ljósið er kveikt í stofunni á bænum, uppgötvar sögumaður „vor Snorro“ í bóka- hillunni ásamt með biblíunni. Þetta er rómantískur skáldskapur, sem þó á sér rætur í raunveruleikanum. Árið 1788 hélt Friðrik krónprins (síðar Friðrik konungur V) til Noregs. Þegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.